Infantino brugðið og harðneitar sök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 07:45 Vísir Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin. Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin.
Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16