Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 15:10 Kolbrún hefur áhyggjur af börnunum í mannmergðinni sem fylgt getur mótmælum. Vísir/Kolbrún/Ernir „Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
„Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53