Tilvalið að dansa af sér veturinn á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 10:15 Það er líka til listahópur sem heitir Vinnslan. Í honum er Harpa Fönn sem sést hér með iPad. Mynd/Úr einkasafni Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“ Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira