Segir óábyrgt að ganga til kosninga nú Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 21:18 Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Örlygur Hnefill Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana. Panama-skjölin Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana.
Panama-skjölin Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira