Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá Mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. Mynd/afp vísir/afp Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira