Nöfn Íslendinga birtust fyrir mistök í sjónvarpi Ingvar Haraldsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra. Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira