Nítján ára með krabbamein tók við bikarnum: „Hjálpar mikið að fá svona andlegan styrk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 13:30 Þórarinn Leví Traustason lyftir deildarmeistarabikarnum í miðri krabbameinsmeðferð. vísir/anton brink Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn