Jóhannesarpassía Chilcotts frumflutt í kvöld á Íslandi 22. mars 2016 10:45 Í kór Akraneskirkju eru um 50 manns. Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti kirkjunnar, verður í hlutverki stjórnanda í kvöld. „Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira