Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 22:13 Heimir Hallgrímsson. vísir/anton „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. „Maður verður bara að viðurkenna það að þetta var verðskuldaður sigur hjá Dönum, þeir voru bara sterkari en við og spiluðu leikinn með miklu meira sjálfstrausti en við, bæði sóknarlega og varnarlega.“ Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Heimir segir að liðið hafi einfaldlega ráðið illa við leikkerfi danska liðsins í kvöld. „Við virtumst alltaf vera undirmannaðir, sérstaklega á miðsvæðinu. Við vorum því að glíma við erfiðar ákvarðanatökur fyrir bakverðina og vængmenn okkar. En við getum lært heilmikið af þessum leik.“ Þjálfarinn vildi ekki meina að það hafi vantað upp á vinnusemi leikmanna liðsins í kvöld. „Það vantaði samt sem áður kannski aðeins upp á frumkvæðið í varnarleiknum. Við hefðum þurft að stjórna varnarleik okkar betur, og við vorum alltaf aðeins á eftir. Við vorum frekar að elta, frekar en að stjórna varnaleik okkar.“Hafa ekki áhyggjur Hann segist ekki hafa áhyggjur af leik liðsins, nú þegar um tveir og hálfur mánuðir er í EM í Frakklandi. „Við höfum engar sérstakar áhyggjur af liðinu en við erum auðvitað eins og flestir aðrir og okkur er farið að þyrsta í góðan sigur. En ef við eigum að tapa, þá er betra að gera það í vináttuleikjum.“ Íslenska liðið mætir því gríska á þriðjudaginn í öðrum vináttulandsleik. „Þeir voru að spila við Svartfjallaland áðan og unnu þá. Þeir hafa verið að spila svipað kerfi og Danir og því vona ég að við náum að finna lausn á því í leiknum á þriðjudaginn.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
„Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. „Maður verður bara að viðurkenna það að þetta var verðskuldaður sigur hjá Dönum, þeir voru bara sterkari en við og spiluðu leikinn með miklu meira sjálfstrausti en við, bæði sóknarlega og varnarlega.“ Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Heimir segir að liðið hafi einfaldlega ráðið illa við leikkerfi danska liðsins í kvöld. „Við virtumst alltaf vera undirmannaðir, sérstaklega á miðsvæðinu. Við vorum því að glíma við erfiðar ákvarðanatökur fyrir bakverðina og vængmenn okkar. En við getum lært heilmikið af þessum leik.“ Þjálfarinn vildi ekki meina að það hafi vantað upp á vinnusemi leikmanna liðsins í kvöld. „Það vantaði samt sem áður kannski aðeins upp á frumkvæðið í varnarleiknum. Við hefðum þurft að stjórna varnarleik okkar betur, og við vorum alltaf aðeins á eftir. Við vorum frekar að elta, frekar en að stjórna varnaleik okkar.“Hafa ekki áhyggjur Hann segist ekki hafa áhyggjur af leik liðsins, nú þegar um tveir og hálfur mánuðir er í EM í Frakklandi. „Við höfum engar sérstakar áhyggjur af liðinu en við erum auðvitað eins og flestir aðrir og okkur er farið að þyrsta í góðan sigur. En ef við eigum að tapa, þá er betra að gera það í vináttuleikjum.“ Íslenska liðið mætir því gríska á þriðjudaginn í öðrum vináttulandsleik. „Þeir voru að spila við Svartfjallaland áðan og unnu þá. Þeir hafa verið að spila svipað kerfi og Danir og því vona ég að við náum að finna lausn á því í leiknum á þriðjudaginn.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira