„Breski bransinn eins og House of Cards“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 15:45 Dream Wife eru (f.v.) Bella, Alice og Rakel. Visir/Saga Sig Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel. Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel.
Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira