Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 36-28 | Haukar deildarmeistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. mars 2016 21:30 Vísir/Vilhelm Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í handbolta með öruggum sigri á Gróttu 36-28 á heimavelli sínum í 24. umferð Olís deildar karla í kvöld. Haukar voru 19-10 yfir í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir í leiknum. Liðið var einfaldlega betra á öllum sviðum leiksins og gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Haukar gátu skorað nánast að vild allan leikinn og náði mest 12 marka forystu en Grótta gerði sitt besta til að bjarga andlitinu í lokin og minnkaði muninn í átta mörk. Það eru enn þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni en Haukar búnir að tryggja sér titilinn þar sem liðið er sex stigum á undan Val og með betri árangur úr innbyrðis viðureignum. Grótta er í sjötta sæti deildarinnar en er öruggt með sæti í deildinni að ári þar sem ÍR náði ekki að vinna Aftureldingu í kvöld. Breiddin er mikil í liði Hauka og dreifðist markaskor mikið á leikmenn liðsins. Alls skoruðu tíu leikmenn liðsins en enginn meira en línumaðurinn Heimir Óli Heimisson sem skoraði sex mörk. Finnur Ingi Stefánsson var atkvæðamestur hjá Gróttu en Styrmir Sigurðsson og Vilhjálmur Geir Hauksson áttu góða spretti í seinni hálfleik. Gunnar Magnússon: Ætlum að taka næsta titil líka„Við einbeittum okkur bara á að vinna þennan leik og koma til baka eftir dapran leik síðast,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka sem vísaði þar til jafnteflisins gegn FH í síðustu umferð. „Það er frábært að vera búinn að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir. Það er stórkostlegt,“ sagði þjálfari deildarmeistaranna. „Við vorum miklu betri. Við mættum klárir og slátruðum þessu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var bara formsatriði. „Þegar við lendum í mótlæti og eigum lélega leiki þá mætum við alltaf tvíefldir til leiks og það einkennir góð lið. Það hefur einkennt okkur í vetur,“ sagði Gunnar sem hafði engar áhyggjur af því þó varnarleikur Hauka í seinni hálfleik hafi ekki verið eins góður og í þeim fyrri. „Mannskepnan er þeim eiginleikum gædd að þegar þú færð tækifæri til að slaka á þá slakar þú á. Það er ekkert óeðlilegt. „Forskotið var gott og menn gerðu það sem þurfti,“ sagði Gunnar sem fagnaði því að hafa fullkomnað þrennuna í íslenskum handbolta. „Persónulega er ég mjög ánægður. Ég varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum, bikarmeistari í fyrri og ég átti þennan eftir. Nú er ég búinn að ná þeim öllum og þá er að byrja upp á nýtt. „Það er einn titill eftir í vetur. Við ætlum okkur hann. Nú er að halda dampi og koma inn í úrslitakeppnina á góðri siglingu.“ Gunnar reiknar með að geta leyft þeim leikmönnum sem þurfa að gera að sárum sínum fyrir úrslitakeppnina að fá betri tíma til þess þó liðið muni ekkert gefa eftir í síðustu umferðum deildarkeppninnar. „Það eru nokkrir gamli þreyttir sem þurfa smá meðhöndlun og pásu. En við þurfum að halda dampi og klára mars af krafti. „Við höfum spilað frábærlega. Þessi titill er ávísun á að tímabilið hafi verið gott. Við höfum verið jafnastir og bestir í deildinni í vetur. „Við vitum að það telur ekki í úrslitakeppninni. Þá kemur ný keppni og Haukar hafa brennt sig á því að hafa klárað deildina en ekki úrslitakeppnina. Við ætlum að nýta okkur þá reynslu og undirbúa okkur vel fyrir aprílmánuð og taka næsta titil líka. Matthías Árni: Fáum kannski páskafrí sem veitir ekki afVarnarjaxlinn Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka hafði ekkert hugsað út í það að Haukar gætu orðið deildarmeistarar í kvöld fyrr en hann fékk að heyra fréttirnar eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Ég vissi ekki af þessu fyrr en þetta var tilkynnt hérna í kerfinu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti gerst,“ sagði Matthías. „Við ætluðum bara að svara fyrir FH-leikinn og bæta fyrir það sem fór úrskeiðis í honum. Mér fannst við gera það mjög vel, bæði í vörn og sókn. „Við náðum að rótera liðinu mjög vel líka sem er alltaf frábært,“ sagði Matthías. Matthías var að vonum ánægður með leik Hauka í kvöld og þá ekki síst fyrri hálfleikinn þegar Haukar gerðu út um leikinn. „Við hefðum getað verið með enn betra forskot í hálfleik en við vorum með gott forskot og bættum við sem var mjög gott. „Við munum halda áfram á sömu braut þó menn fái kannski páskafrí sem veitir ekki af,“ sagði Matthías aðspurður hvort hann byggist við að fá einhverja hvíld í síðustu leikjum deildarkeppninnar. „Það er aðeins minna álag en var fyrir jólin en menn eru enn aðeins að jafna sig eftir það. Það tekur tíma. „Við vitum sjálfir að það er gott að koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Við sáum það í fyrra og höfum séð lið eins og HK og Fram gera það á síðustu árum,“ sagði fyrirliði Hauka að lokum. Gunnar Andrésson: Áttum ekki möguleika„Við vorum að spila við hrikalega gott lið í fyrri hálfleik sem yfirspilaði okkur,“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu. „Við áttum lítil svör við þeirra leik. Þeir keyrðu á okkur þegar við vorum að reyna að skipta einum, til tveimur á milli varnar og sóknar. Þeir nýttu sér það. „Það sem við gerðum líka rangt að var að fara á þeirra hraða. Við hefðum þurft að stjórna hraðanum til að eiga möguleika í þennan leik. Við réðum ekkert við þennan hraða og leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Mér fannst við vera að spila við ótrúlega sterkt Haukalið í kvöld og við áttum ekki möguleika,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í handbolta með öruggum sigri á Gróttu 36-28 á heimavelli sínum í 24. umferð Olís deildar karla í kvöld. Haukar voru 19-10 yfir í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir í leiknum. Liðið var einfaldlega betra á öllum sviðum leiksins og gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Haukar gátu skorað nánast að vild allan leikinn og náði mest 12 marka forystu en Grótta gerði sitt besta til að bjarga andlitinu í lokin og minnkaði muninn í átta mörk. Það eru enn þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni en Haukar búnir að tryggja sér titilinn þar sem liðið er sex stigum á undan Val og með betri árangur úr innbyrðis viðureignum. Grótta er í sjötta sæti deildarinnar en er öruggt með sæti í deildinni að ári þar sem ÍR náði ekki að vinna Aftureldingu í kvöld. Breiddin er mikil í liði Hauka og dreifðist markaskor mikið á leikmenn liðsins. Alls skoruðu tíu leikmenn liðsins en enginn meira en línumaðurinn Heimir Óli Heimisson sem skoraði sex mörk. Finnur Ingi Stefánsson var atkvæðamestur hjá Gróttu en Styrmir Sigurðsson og Vilhjálmur Geir Hauksson áttu góða spretti í seinni hálfleik. Gunnar Magnússon: Ætlum að taka næsta titil líka„Við einbeittum okkur bara á að vinna þennan leik og koma til baka eftir dapran leik síðast,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka sem vísaði þar til jafnteflisins gegn FH í síðustu umferð. „Það er frábært að vera búinn að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir. Það er stórkostlegt,“ sagði þjálfari deildarmeistaranna. „Við vorum miklu betri. Við mættum klárir og slátruðum þessu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var bara formsatriði. „Þegar við lendum í mótlæti og eigum lélega leiki þá mætum við alltaf tvíefldir til leiks og það einkennir góð lið. Það hefur einkennt okkur í vetur,“ sagði Gunnar sem hafði engar áhyggjur af því þó varnarleikur Hauka í seinni hálfleik hafi ekki verið eins góður og í þeim fyrri. „Mannskepnan er þeim eiginleikum gædd að þegar þú færð tækifæri til að slaka á þá slakar þú á. Það er ekkert óeðlilegt. „Forskotið var gott og menn gerðu það sem þurfti,“ sagði Gunnar sem fagnaði því að hafa fullkomnað þrennuna í íslenskum handbolta. „Persónulega er ég mjög ánægður. Ég varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum, bikarmeistari í fyrri og ég átti þennan eftir. Nú er ég búinn að ná þeim öllum og þá er að byrja upp á nýtt. „Það er einn titill eftir í vetur. Við ætlum okkur hann. Nú er að halda dampi og koma inn í úrslitakeppnina á góðri siglingu.“ Gunnar reiknar með að geta leyft þeim leikmönnum sem þurfa að gera að sárum sínum fyrir úrslitakeppnina að fá betri tíma til þess þó liðið muni ekkert gefa eftir í síðustu umferðum deildarkeppninnar. „Það eru nokkrir gamli þreyttir sem þurfa smá meðhöndlun og pásu. En við þurfum að halda dampi og klára mars af krafti. „Við höfum spilað frábærlega. Þessi titill er ávísun á að tímabilið hafi verið gott. Við höfum verið jafnastir og bestir í deildinni í vetur. „Við vitum að það telur ekki í úrslitakeppninni. Þá kemur ný keppni og Haukar hafa brennt sig á því að hafa klárað deildina en ekki úrslitakeppnina. Við ætlum að nýta okkur þá reynslu og undirbúa okkur vel fyrir aprílmánuð og taka næsta titil líka. Matthías Árni: Fáum kannski páskafrí sem veitir ekki afVarnarjaxlinn Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka hafði ekkert hugsað út í það að Haukar gætu orðið deildarmeistarar í kvöld fyrr en hann fékk að heyra fréttirnar eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Ég vissi ekki af þessu fyrr en þetta var tilkynnt hérna í kerfinu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti gerst,“ sagði Matthías. „Við ætluðum bara að svara fyrir FH-leikinn og bæta fyrir það sem fór úrskeiðis í honum. Mér fannst við gera það mjög vel, bæði í vörn og sókn. „Við náðum að rótera liðinu mjög vel líka sem er alltaf frábært,“ sagði Matthías. Matthías var að vonum ánægður með leik Hauka í kvöld og þá ekki síst fyrri hálfleikinn þegar Haukar gerðu út um leikinn. „Við hefðum getað verið með enn betra forskot í hálfleik en við vorum með gott forskot og bættum við sem var mjög gott. „Við munum halda áfram á sömu braut þó menn fái kannski páskafrí sem veitir ekki af,“ sagði Matthías aðspurður hvort hann byggist við að fá einhverja hvíld í síðustu leikjum deildarkeppninnar. „Það er aðeins minna álag en var fyrir jólin en menn eru enn aðeins að jafna sig eftir það. Það tekur tíma. „Við vitum sjálfir að það er gott að koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Við sáum það í fyrra og höfum séð lið eins og HK og Fram gera það á síðustu árum,“ sagði fyrirliði Hauka að lokum. Gunnar Andrésson: Áttum ekki möguleika„Við vorum að spila við hrikalega gott lið í fyrri hálfleik sem yfirspilaði okkur,“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu. „Við áttum lítil svör við þeirra leik. Þeir keyrðu á okkur þegar við vorum að reyna að skipta einum, til tveimur á milli varnar og sóknar. Þeir nýttu sér það. „Það sem við gerðum líka rangt að var að fara á þeirra hraða. Við hefðum þurft að stjórna hraðanum til að eiga möguleika í þennan leik. Við réðum ekkert við þennan hraða og leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Mér fannst við vera að spila við ótrúlega sterkt Haukalið í kvöld og við áttum ekki möguleika,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira