Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 19:30 Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06