Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 18:02 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum Vísir/Valli Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent