Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 10:36 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15