Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 10:36 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International, undirverktaka Icewear. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem fer fyrir rannsókn málsins, segir við Vísi að það fólkið hafi verið látið gefa skýrslu fyrir dómi til að einfalda hlutina. „Það er ekki oft sem þetta er gert en þá er viðkomandi búinn að staðfesta frásögn sína fyrir dómi.“ Aðspurður hvort óttast hafi verið að fólk gæti breytt framburði sínum fyrir dómi vegna utanaðkomandi pressu vill Þorgrímur ekki tjá sig um það. Hins vegar snúi vandamálið líka að því að túlka þurfi að kalla til en bæði maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, og konurnar þrjár sem taldar eru fórnarlömb í málinu, eru frá Srí Lanka.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurLíklegt að farið verði fram á lengra gæsluvarðhald Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Svo virðist sem málið sé í algjörum forgangi hjá lögrelgunni á Suðurlandi. „Það er stöðug vinna í þessu og ekkert tekið frá því. Við erum með þessa tímapressu,“ segir Þogrímur og vísar til þess að gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag. „Við getum ekki leyft okkur annað en að vinna stöðugt í málinu.“Sjá einnig:Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni ekki inn Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim. Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi. Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar. Þorgrímur segir allt eins líklegt að farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Það verði að koma í ljós á fimmtudaginn hvort af því verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn Icewear hafi verið yfirheyrðir vildi Þorgrímur Óli ekki tjá sig um það. Hann sagði að enn ætti eftir að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15