Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 13:30 Oliver Sigurjónsson í hvítu varatreyjunni, Gunnleifur Gunnleifsson í markvarðartreyjunni og Rakel Hönnudóttir í nýja aðalbúningnum. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira