Telur ólíklegt að stjórnendum takist að fylla skipið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2016 13:24 Farmurinn er orðinn nokkuð stór, segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segist gera ráð fyrir að stjórnendum í álverinu í Straumsvík hafi tekist að lesta tæplega þúsund tonn af áli um borð í flutningaskip við Straumsvíkurhöfn í gær. Hann segir fæst benda til þess að þeim takist að fylla skipið áður en það leggur úr höfn í kvöld.3000 tonn eftir af síðasta farmi „Þetta mjakast hægt. Þetta er náttúrulega óreynt fólk og ekki sami hraði og hjá reyndum mönnum. Ég er ekki viss hversu miklu áli hefur verið lestað, en ég myndi skjóta á tæp þúsund tonnin, en skipið á að taka fjögur þúsund tonn. Ef skipið á að fara í kvöld, eins og það er samkvæmt áætlun, þá næst ekki nema 1/4 eða 1/3 inn í þetta skip. Við verðum líka að athuga það að það voru þrjú þúsund tonn eftir af síðasta farmi,“ segir Kolbeinn. Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Kolbeinn segir verkfallsverði og vinnueftirlitið fylgjast með gangi mála, og að svo virðist sem ekkert hafi komið upp á. „Við erum með menn á svæðinu og það er bara hringt ef eitthvað kemur upp á. Þetta hefur gengið ósköp rólega fyrir sig í morgun,“ segir hann.Talsvert um uppsagnir Þá segir hann að stjórnendur þurfi að fara að átta sig á alvarleika málsins. Ekki gangi til lengdar að þeir sinni þessum störfum. „Ég vona að menn fari að hugsa dæmið til enda og ljúka þessum kjarasamningi, nú þegar þau fara að sjá alvarleikann í þessu, og sérstaklega þegar þau eru hætt að koma vörum frá landinu.“ Kolbeinn segir starfsmenn jafnframt afar ósátta. Fjölmargir hafi þegar sagt upp og enn fleiri séu farnir að íhuga stöðu sína. „Fólk er mjög óánægt með hvernig fyrirtækið kemur fram við það. Það er búið að vera töluvert um uppsagnir og annað og menn eru að skoða sín mál. Til dæmis óska eftir fríum, en eins og það er í kjarasamningi geta menn farið í sex mánaða leyfi og svona. Menn eru að skoða ýmsa möguleika og eru að skoða störf annars staðar. Það á við um allar deildir og allt svæðið þar sem svona pælingar eru uppi. Fólk er orðið langþreytt.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara, en síðasti fundur var haldinn á mánudag. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12 Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segist gera ráð fyrir að stjórnendum í álverinu í Straumsvík hafi tekist að lesta tæplega þúsund tonn af áli um borð í flutningaskip við Straumsvíkurhöfn í gær. Hann segir fæst benda til þess að þeim takist að fylla skipið áður en það leggur úr höfn í kvöld.3000 tonn eftir af síðasta farmi „Þetta mjakast hægt. Þetta er náttúrulega óreynt fólk og ekki sami hraði og hjá reyndum mönnum. Ég er ekki viss hversu miklu áli hefur verið lestað, en ég myndi skjóta á tæp þúsund tonnin, en skipið á að taka fjögur þúsund tonn. Ef skipið á að fara í kvöld, eins og það er samkvæmt áætlun, þá næst ekki nema 1/4 eða 1/3 inn í þetta skip. Við verðum líka að athuga það að það voru þrjú þúsund tonn eftir af síðasta farmi,“ segir Kolbeinn. Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Kolbeinn segir verkfallsverði og vinnueftirlitið fylgjast með gangi mála, og að svo virðist sem ekkert hafi komið upp á. „Við erum með menn á svæðinu og það er bara hringt ef eitthvað kemur upp á. Þetta hefur gengið ósköp rólega fyrir sig í morgun,“ segir hann.Talsvert um uppsagnir Þá segir hann að stjórnendur þurfi að fara að átta sig á alvarleika málsins. Ekki gangi til lengdar að þeir sinni þessum störfum. „Ég vona að menn fari að hugsa dæmið til enda og ljúka þessum kjarasamningi, nú þegar þau fara að sjá alvarleikann í þessu, og sérstaklega þegar þau eru hætt að koma vörum frá landinu.“ Kolbeinn segir starfsmenn jafnframt afar ósátta. Fjölmargir hafi þegar sagt upp og enn fleiri séu farnir að íhuga stöðu sína. „Fólk er mjög óánægt með hvernig fyrirtækið kemur fram við það. Það er búið að vera töluvert um uppsagnir og annað og menn eru að skoða sín mál. Til dæmis óska eftir fríum, en eins og það er í kjarasamningi geta menn farið í sex mánaða leyfi og svona. Menn eru að skoða ýmsa möguleika og eru að skoða störf annars staðar. Það á við um allar deildir og allt svæðið þar sem svona pælingar eru uppi. Fólk er orðið langþreytt.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara, en síðasti fundur var haldinn á mánudag.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12 Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12
Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07