Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði Jón Atli Benediktsson skrifar 20. febrúar 2016 17:06 Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun