Vildi ekki gefa mömmu klístraða fimmu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 06:30 Sólveig Lára þurfti að beita kúnstum til að fá fimmu frá yngri dóttur sinni. Vísir/Andri Marinó Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, segir að það hafi ríkt mikil gleði með bikartitil helgarinnar en Stjarnan varð meistari eftir sigur á Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag.Sjá einnig: Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan hefur á síðustu árum tapað þremur einvígum um Íslandsmeistaratitil auk bikarúrslitaleiks og segir hún að biðin hafi verið erfið eftir. „Það hafði liðið langur tími frá síðasta titli. Við höfum alltaf verið með í baráttunni en aldrei tekist að taka skrefið til fulls,“ sagði hún í samtali við Vísi í gær. Blaðamaður fékk að trufla hana á meðan fjölskyldan hélt afmæli fyrir sex ára dóttur hennar, daginn eftir bikarsigurinn. Sólveig Lára hefur upplifað ýmislegt á þeim fjórtán árum sem hún hefur verið í Stjörnunni. Hún tók þátt í miklu gullaldarskeiði liðsins á fyrsta áratug aldarinnar og mikilli niðursveiflu sem náði hámarki í ágúst 2011 þegar draga átti liðið úr keppni í efstu deild kvenna. Það var þá hætt við þær aðgerðir en aðeins eftir að stjórn handknattleiksdeildar félagsins sagði af sér og aðalstjórn greip í taumana.Sjá einnig: Stjarnan verður með þrátt fyrir alltSjá einnig: Sigurður: Gerðu lítið úr starfi StjörnunnarVísir/Andri MarinóAllt bæjarfélagið reis upp Sólveig Lára segir að það hafi verið erfitt á þessum árum. „Við vorum varla með mannskap og þetta stóð ansi tæpt. En sem betur fer hætti liðið ekki,“ rifjar hún upp. „Þau sem voru að starfa við þetta þá gáfust upp. Þá reis allt bæjarfélagið upp og þau vildu ekki að svona sigursælt lið myndi detta út. Allur bærinn var samtaka í því að rífa starfið upp á ný.“ Hún segir að framtíðin sé björt í Stjörnunni, þó svo að meistaraflokkur kvenna í dag sé ekki endilega skipað eingöngu ungum leikmönnum. „Við eigum góða unglingaflokka og sterka þjálfara. Það hefur verið gott starf unnið og það er að skila sér í því að við erum að fá góða leikmenn upp í meistaraflokk.“Vísir/Andri MarinóGetum gert góða hluti í vor Stjarnan er sem stendur í sjötta sæti Olísdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Gróttu. Það er þó þéttur pakki á toppi deildarinnar og sigur Stjörnunnar um helgina sýnir að úrslitakeppnin verður galopin. „Sigurinn í bikarnum mun gefa okkur mikið og ég hef trú á því að við getum gert ansi góða hluti í vor. Þetta verður erfitt en við erum alls ekki saddar. Það var ofsalega sárt að tapa [í úrslitunum] gegn Gróttu í fyrra fyrir okkur sem tóku þátt í þeim leikjum og það var því sérstaklega gott að vinna Gróttu í úrslitunum núna.“ Sólveig Lára veit ekki hvað hún hefur unnið marga titla á ferlinum en getur þó staðfest að þetta var hennar þriðji bikarmeistaratitill. Og hún segir að þessi hafi verið sérstaklega sætur. „Það er heilmikill pakki að vera í þessu á fullu þegar maður er líka með fjölskyldu. Það eru svo margir sem standa á bak við mann og það er gaman að geta glatt þá með því að vinna titil,“ segir hún en yngri dóttir hennar, þriggja ára, var eitthvað treg til að gefa mömmu sinni „sigurfimmu“ eins og sést á myndinni efst í fréttinni. „Hún var eitthvað pjöttuð og vildi ekki gefa skítugri hendi fimmu,“ segir Sólveig Lára og hlær. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, segir að það hafi ríkt mikil gleði með bikartitil helgarinnar en Stjarnan varð meistari eftir sigur á Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag.Sjá einnig: Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan hefur á síðustu árum tapað þremur einvígum um Íslandsmeistaratitil auk bikarúrslitaleiks og segir hún að biðin hafi verið erfið eftir. „Það hafði liðið langur tími frá síðasta titli. Við höfum alltaf verið með í baráttunni en aldrei tekist að taka skrefið til fulls,“ sagði hún í samtali við Vísi í gær. Blaðamaður fékk að trufla hana á meðan fjölskyldan hélt afmæli fyrir sex ára dóttur hennar, daginn eftir bikarsigurinn. Sólveig Lára hefur upplifað ýmislegt á þeim fjórtán árum sem hún hefur verið í Stjörnunni. Hún tók þátt í miklu gullaldarskeiði liðsins á fyrsta áratug aldarinnar og mikilli niðursveiflu sem náði hámarki í ágúst 2011 þegar draga átti liðið úr keppni í efstu deild kvenna. Það var þá hætt við þær aðgerðir en aðeins eftir að stjórn handknattleiksdeildar félagsins sagði af sér og aðalstjórn greip í taumana.Sjá einnig: Stjarnan verður með þrátt fyrir alltSjá einnig: Sigurður: Gerðu lítið úr starfi StjörnunnarVísir/Andri MarinóAllt bæjarfélagið reis upp Sólveig Lára segir að það hafi verið erfitt á þessum árum. „Við vorum varla með mannskap og þetta stóð ansi tæpt. En sem betur fer hætti liðið ekki,“ rifjar hún upp. „Þau sem voru að starfa við þetta þá gáfust upp. Þá reis allt bæjarfélagið upp og þau vildu ekki að svona sigursælt lið myndi detta út. Allur bærinn var samtaka í því að rífa starfið upp á ný.“ Hún segir að framtíðin sé björt í Stjörnunni, þó svo að meistaraflokkur kvenna í dag sé ekki endilega skipað eingöngu ungum leikmönnum. „Við eigum góða unglingaflokka og sterka þjálfara. Það hefur verið gott starf unnið og það er að skila sér í því að við erum að fá góða leikmenn upp í meistaraflokk.“Vísir/Andri MarinóGetum gert góða hluti í vor Stjarnan er sem stendur í sjötta sæti Olísdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Gróttu. Það er þó þéttur pakki á toppi deildarinnar og sigur Stjörnunnar um helgina sýnir að úrslitakeppnin verður galopin. „Sigurinn í bikarnum mun gefa okkur mikið og ég hef trú á því að við getum gert ansi góða hluti í vor. Þetta verður erfitt en við erum alls ekki saddar. Það var ofsalega sárt að tapa [í úrslitunum] gegn Gróttu í fyrra fyrir okkur sem tóku þátt í þeim leikjum og það var því sérstaklega gott að vinna Gróttu í úrslitunum núna.“ Sólveig Lára veit ekki hvað hún hefur unnið marga titla á ferlinum en getur þó staðfest að þetta var hennar þriðji bikarmeistaratitill. Og hún segir að þessi hafi verið sérstaklega sætur. „Það er heilmikill pakki að vera í þessu á fullu þegar maður er líka með fjölskyldu. Það eru svo margir sem standa á bak við mann og það er gaman að geta glatt þá með því að vinna titil,“ segir hún en yngri dóttir hennar, þriggja ára, var eitthvað treg til að gefa mömmu sinni „sigurfimmu“ eins og sést á myndinni efst í fréttinni. „Hún var eitthvað pjöttuð og vildi ekki gefa skítugri hendi fimmu,“ segir Sólveig Lára og hlær.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. 27. febrúar 2016 16:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Stjarnan er bikarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik í dag, 20-16. 27. febrúar 2016 17:00
Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40