Er Afturelding búin að finna annan Gintaras? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 11:30 Pinnonen skoraði níu mörk í góðum sigri Aftureldingar á Fram í gær. vísir/stefán Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita