Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30