Konurnar unnu í kjallaranum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 10:15 Maðurinn var handtekinn í Vík í Mýrdal í gær. Vísir/Getty „Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32