Landsliðið er ljósi punkturinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Stjörnukonan Margrét Kara Sturludóttir á landsliðsæfingu í vikunni. Vísir/anton brink Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira