Helena og Haukakonur í ham í lokin og stöðvuðu sigurgöngu litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2016 20:48 Helena Sverrisdóttir fagnaði sigri á móti litlu systur Guðbjörgu Sverrisdóttur. Vísir/Anton Helena Sverrisdóttir hafði enn á ný betur gegn litlu systur sinni en Haukakonur þurftu á frábærum fjórða leikhluta að halda til að landa sigri á móti Val í kvöld. Haukakonur skoraði tíu stig í röð á lokakafla leiksins og tryggðu sér sex stiga sigur, 73-67, með því að vinna lokaleikhlutann 21-9. Valsliðið var búið að vinna fjóra leiki í röð og var átta stigum yfir þegar aðeins níu mínútur voru eftir af leiknum. Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigrinum í vetur á móti litlu systur sinni Guðbjörgu Sverrisdóttur í Val. Guðbjörg var með 7 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Helena skoraði 19 af 26 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Karisma Chapman var Haukaliðinu erfið með 26 stig og 15 fráköst en Chelsie Alexa Schweers var næststigahæst hjá Haukum með 14 stig. Valskonur byrjuðu vel og voru skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum, komust í 5-0 og 11-5. Haukaliðið jafnaði metin þegar á leið leikhlutann. Haukakonur voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-24, eftir að Helena Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok hans. Haukaliðið var komið með sex stiga forskot í öðrum leikhlutanum, 34-28, en gestirnir af Hlíðarenda ætluðu ekki að gefa neitt. Valskonur skoruðu sex síðustu stig fyrri hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 37-35 fyrir Hauka í 41-37 fyrir Val sem voru hálfleikstölurnar. Valsliðið var sex sigum yfir, 51-45, þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Helena Sverrisdóttir svaraði þá með fimm stigum í röð og munurinn var aftur eitt stig. Valskonur áttu hinsvegar lokaorðið fyrir lok þriðja leikhlutans og voru sex stigum yfir, 58-52, fyrir lokaleikhlutann. Valur komst mest átta stigum yfir, 60-52, í upphafi fjórða leikhlutans en Haukakonur áttu frábæran fjórða leikhluta og unnu síðustu níu mínútur leiksins 21-7. Haukakonur gerðu endanlega út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 61-65 fyrir Val í 71-65 með því að skora tíu stig í röð.Haukar-Valur 73-67 (25-24, 14-17, 13-17, 21-9)Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/14 fráköst/5 stoðsendingar, Chelsie Alexa Schweers 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 5/7 fráköst/5 varin skot, Dýrfinna Arnardóttir 3, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2.Valur: Karisma Chapman 26/15 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hafði enn á ný betur gegn litlu systur sinni en Haukakonur þurftu á frábærum fjórða leikhluta að halda til að landa sigri á móti Val í kvöld. Haukakonur skoraði tíu stig í röð á lokakafla leiksins og tryggðu sér sex stiga sigur, 73-67, með því að vinna lokaleikhlutann 21-9. Valsliðið var búið að vinna fjóra leiki í röð og var átta stigum yfir þegar aðeins níu mínútur voru eftir af leiknum. Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigrinum í vetur á móti litlu systur sinni Guðbjörgu Sverrisdóttur í Val. Guðbjörg var með 7 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Helena skoraði 19 af 26 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Karisma Chapman var Haukaliðinu erfið með 26 stig og 15 fráköst en Chelsie Alexa Schweers var næststigahæst hjá Haukum með 14 stig. Valskonur byrjuðu vel og voru skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum, komust í 5-0 og 11-5. Haukaliðið jafnaði metin þegar á leið leikhlutann. Haukakonur voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-24, eftir að Helena Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok hans. Haukaliðið var komið með sex stiga forskot í öðrum leikhlutanum, 34-28, en gestirnir af Hlíðarenda ætluðu ekki að gefa neitt. Valskonur skoruðu sex síðustu stig fyrri hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 37-35 fyrir Hauka í 41-37 fyrir Val sem voru hálfleikstölurnar. Valsliðið var sex sigum yfir, 51-45, þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Helena Sverrisdóttir svaraði þá með fimm stigum í röð og munurinn var aftur eitt stig. Valskonur áttu hinsvegar lokaorðið fyrir lok þriðja leikhlutans og voru sex stigum yfir, 58-52, fyrir lokaleikhlutann. Valur komst mest átta stigum yfir, 60-52, í upphafi fjórða leikhlutans en Haukakonur áttu frábæran fjórða leikhluta og unnu síðustu níu mínútur leiksins 21-7. Haukakonur gerðu endanlega út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 61-65 fyrir Val í 71-65 með því að skora tíu stig í röð.Haukar-Valur 73-67 (25-24, 14-17, 13-17, 21-9)Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/14 fráköst/5 stoðsendingar, Chelsie Alexa Schweers 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 5/7 fráköst/5 varin skot, Dýrfinna Arnardóttir 3, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2.Valur: Karisma Chapman 26/15 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira