Vinnur með sama upptökustjóra og Blur og Depeche Mode Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 14:00 Hópurinn er á fullu við að taka upp í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ þessa dagana. F.v. eru Ingibjörg Elsa, Pétur Ben, Soffía Björg, Kristofer Rodriguez og upptökustjórinn Ben Hillier. mynd/kári sturluson Tónlistarkonan Soffía Björg er um þessar mundir að hljóðrita sína fyrstu sólóplötu en breski upptökustjórinn Ben Hillier stýrir upptökum á plötunni. Ben Hillier hefur komið víða við og hefur unnið með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum á borð við Blur, Suede, Depeche Mode, Balthazar og Elbow svo nokkur nöfn séu nefnd. „Þetta atvikaðist þannig að ég var aðeins að þreifa fyrir mér úti í útlöndum, að leita að einhverjum heppilegum í þetta verkefni og hans nafn kom upp og okkur leist vel á hann. Hann kom svo til baka eftir að hafa hlustað á nokkrar prufuupptökur og sagðist vera rosa hrifinn af því sem hann væri að heyra og sagðist vera til í að taka eina góða viku með okkur,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Soffíu Bjargar, spurður út í tildrög samstarfsins. Upptökurnar hafa farið fram í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ í vikunni. „Hingað til hefur þetta gengið rosa vel og það er fínn samhljómur á milli Bens og tónlistarfólksins sem er ekki af verri endanum það er að segja Pétur Ben á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á trommum,“ bætir Kári við. Upptökurnar eru þó einungis fyrsta skrefið í ferlinu og mun Ben einnig hljóðblanda plötuna í Bretlandi. „Ben er ekki bara svona týpískur upptökustjóri sem snýr tökkum fram og til baka heldur er hann mikill músíkant líka,“ segir Kári um Ben. Það hlýtur að vera mikill fengur að fá eins reyndan og virtan aðila og Ben í verkefnið. „Jú, það er ansi stórt og gott skref að fá jafn þekktan og frjóan upptökustjóra og Ben inn í þetta með Soffíu og hljómsveit. Það setur meiri vigt í þetta og stuðning, bæði út og inn á við á margan hátt. Það er gaman að fá nýtt fólk inn og gott að fá nýja sín á hlutina.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ben vinnur með íslenskum tónlistarmönnum. Soffía Björg hefur komið víða við og var til dæmis meðlimur í hljómsveitinni Brother Grass. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að vinna að sólóefni sínu en gaf út sitt fyrsta smáskífulag í haust, lagið Back & Back Again. Hún kom fram á Iceland Airwaves og þá er hún bókuð á Secret Solstice í sumar og ýmislegt annað er einnig bókað hjá Soffíu Björg. Stefnt er að því að platan komi út í haust. Airwaves Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Soffía Björg er um þessar mundir að hljóðrita sína fyrstu sólóplötu en breski upptökustjórinn Ben Hillier stýrir upptökum á plötunni. Ben Hillier hefur komið víða við og hefur unnið með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum á borð við Blur, Suede, Depeche Mode, Balthazar og Elbow svo nokkur nöfn séu nefnd. „Þetta atvikaðist þannig að ég var aðeins að þreifa fyrir mér úti í útlöndum, að leita að einhverjum heppilegum í þetta verkefni og hans nafn kom upp og okkur leist vel á hann. Hann kom svo til baka eftir að hafa hlustað á nokkrar prufuupptökur og sagðist vera rosa hrifinn af því sem hann væri að heyra og sagðist vera til í að taka eina góða viku með okkur,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Soffíu Bjargar, spurður út í tildrög samstarfsins. Upptökurnar hafa farið fram í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ í vikunni. „Hingað til hefur þetta gengið rosa vel og það er fínn samhljómur á milli Bens og tónlistarfólksins sem er ekki af verri endanum það er að segja Pétur Ben á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á trommum,“ bætir Kári við. Upptökurnar eru þó einungis fyrsta skrefið í ferlinu og mun Ben einnig hljóðblanda plötuna í Bretlandi. „Ben er ekki bara svona týpískur upptökustjóri sem snýr tökkum fram og til baka heldur er hann mikill músíkant líka,“ segir Kári um Ben. Það hlýtur að vera mikill fengur að fá eins reyndan og virtan aðila og Ben í verkefnið. „Jú, það er ansi stórt og gott skref að fá jafn þekktan og frjóan upptökustjóra og Ben inn í þetta með Soffíu og hljómsveit. Það setur meiri vigt í þetta og stuðning, bæði út og inn á við á margan hátt. Það er gaman að fá nýtt fólk inn og gott að fá nýja sín á hlutina.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ben vinnur með íslenskum tónlistarmönnum. Soffía Björg hefur komið víða við og var til dæmis meðlimur í hljómsveitinni Brother Grass. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að vinna að sólóefni sínu en gaf út sitt fyrsta smáskífulag í haust, lagið Back & Back Again. Hún kom fram á Iceland Airwaves og þá er hún bókuð á Secret Solstice í sumar og ýmislegt annað er einnig bókað hjá Soffíu Björg. Stefnt er að því að platan komi út í haust.
Airwaves Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“