Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-22 | FH-ingar með mikilvægan sigur á botnliðinu Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Karolis Stropus í baráttu við Andra Berg Haraldsson. vísir/stefán FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn