Skotsýning Steph Curry ekkert síðri í draugsýn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 23:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn. NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn.
NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00
Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15
Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08
Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15
Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00