Sögufrægur gítar eyðilagður við tökur Hateful Eight Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2016 15:59 Gítarinn er frá áttunda áratug nítjándu aldar. Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira