Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 7. febrúar 2016 00:01 Adam Haukur Baumruk. Vísir/Vilhelm Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira