Eiður Smári: Ég þarf að vanda valið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen sem leikmaður Bolton. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er enn að leita sér að félagi og hann hefur þegar hafnað tveimur tilboðum. Eiður Smári segir frá því í viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann hafi hafnað tilboði frá bæði liði í Evrópu og liði í Asíu og ástæðan hafi verið að liðin hafi ekki verið á nógu háu stigi. Eiður Smári lék síðast með kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright en þar á undan var hann hjá enska b-deildarliðinu Bolton Wanderers. Eiður Smári er eins og fleiri íslenskir knattspyrnumenn að horfa til Evrópumótsins í Frakklandi í sumar og gerir sér vel grein fyrir því að hann þarf að fara að finna sér til lið að komast í alvöru leikform fyrir EM. „Ég vil ekki fara hvers sem er. Ég þarf að vanda valið. Það má ekki dragast miklu lengur að finna sér lið en ef maður horfir ti9l Skandinavíu þá eru liðin bara að fara af stað hvort sem ég spila þar eða á meginlandi Evrópu," sagði Eiður Smári í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. Eiður Smári var fyrirliði íslenska landsliðsins í báðum vináttulandsleikjunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum og verður einnig með liðinu í leiknum á móti Bandaríkjunum í Los Angeles í lok mánaðarins. Eiður Smári er samningslaus og getur því samið við félag hvenær sem er og er því ekki bundinn af félagsskiptaglugganum sem lokast við mánaðarlokin. „Ég reikna með að koma til Íslands á sunnudaginn þar sem ég mun komast í fótbolta og æfingar áður en ég fer til Bandaríkjanna," sagði Eiður í fyrrnefndu viðtali en hann er nú staddur í Barcelona þar sem hann fer daglega í líkamsræktarsalinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er enn að leita sér að félagi og hann hefur þegar hafnað tveimur tilboðum. Eiður Smári segir frá því í viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann hafi hafnað tilboði frá bæði liði í Evrópu og liði í Asíu og ástæðan hafi verið að liðin hafi ekki verið á nógu háu stigi. Eiður Smári lék síðast með kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright en þar á undan var hann hjá enska b-deildarliðinu Bolton Wanderers. Eiður Smári er eins og fleiri íslenskir knattspyrnumenn að horfa til Evrópumótsins í Frakklandi í sumar og gerir sér vel grein fyrir því að hann þarf að fara að finna sér til lið að komast í alvöru leikform fyrir EM. „Ég vil ekki fara hvers sem er. Ég þarf að vanda valið. Það má ekki dragast miklu lengur að finna sér lið en ef maður horfir ti9l Skandinavíu þá eru liðin bara að fara af stað hvort sem ég spila þar eða á meginlandi Evrópu," sagði Eiður Smári í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. Eiður Smári var fyrirliði íslenska landsliðsins í báðum vináttulandsleikjunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum og verður einnig með liðinu í leiknum á móti Bandaríkjunum í Los Angeles í lok mánaðarins. Eiður Smári er samningslaus og getur því samið við félag hvenær sem er og er því ekki bundinn af félagsskiptaglugganum sem lokast við mánaðarlokin. „Ég reikna með að koma til Íslands á sunnudaginn þar sem ég mun komast í fótbolta og æfingar áður en ég fer til Bandaríkjanna," sagði Eiður í fyrrnefndu viðtali en hann er nú staddur í Barcelona þar sem hann fer daglega í líkamsræktarsalinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira