Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2016 09:30 Just girl it, ljósmyndaverkefni Huldu Sifjar. Mynd/huldasif „Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it. Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it.
Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39