NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:45 Það var gaman hjá Cam Newton og félögum í Carolina Panthers eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira