Aubameyang verður ekki seldur fyrir 100 milljónir evra Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2016 14:00 Pierre-Emerick Aubameyang er markahæstur í Þýskalandi. vísir/getty Hans-Joachim Watzke, hinn málglaði og eiturhressi framkvæmdastjóri þýska 1. deildar félagsins Dortmund, segir að ekki einu sinni 100 milljóna evra tilboð sé nóg til að kaupa framherjann Pierre-Emerick Aubameyang frá liðinu. Gabonmaðurinn hefur verið stórkostlegur á leiktíðinni og skorað 18 mörk í 18 leikjum í þýsku 1. deildinni þar sem hann er markahæstur. Hann hefur undanfarna mánuði verið orðaður við félög á borð við Arsenal og Paris Saint-Germain, en Arsenal var sagt ætla kaupa framherjann í janúar til að gera alvöru atlögu að Englandsmeistaratitlinum. Lothar Matthäus, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Þýskalands, sagði í viðtali fyrir helgi að enskt félag gæti borgað allt að 100 milljónir evra fyrir Aubameyang, en samkvæmt Watzke dugar slíkt tilboð ekki einu sinni til. „Matthäus virðist vera sá eini sem veit eitthvað um þetta. En svona í alvöru þá myndi það engu breyta fyrir okkur ef eitthvað félag býður 100 milljónir evra í Auba. Hann verður ekki seldur,“ segir Watzke í viðtali við Bild. Paris Saint-German er sagt í frönskum miðlum vera mjög áhugsamt um að fá Aubameyang til sín í sumar, en Gabonmaðurinn, sem er fæddur í Frakklandi, stóð sig vel með St. Étienne í frönsku 1. deildinni áður en hann kom til Dortmund. „Það var kannski möguleiki að fara til PSG í fyrra en ekki núna. Ég hef engan áhuga á að snúa aftur til Frakklands að svo stöddu,“ segir Pierre Emerick-Aubameyang. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Hans-Joachim Watzke, hinn málglaði og eiturhressi framkvæmdastjóri þýska 1. deildar félagsins Dortmund, segir að ekki einu sinni 100 milljóna evra tilboð sé nóg til að kaupa framherjann Pierre-Emerick Aubameyang frá liðinu. Gabonmaðurinn hefur verið stórkostlegur á leiktíðinni og skorað 18 mörk í 18 leikjum í þýsku 1. deildinni þar sem hann er markahæstur. Hann hefur undanfarna mánuði verið orðaður við félög á borð við Arsenal og Paris Saint-Germain, en Arsenal var sagt ætla kaupa framherjann í janúar til að gera alvöru atlögu að Englandsmeistaratitlinum. Lothar Matthäus, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Þýskalands, sagði í viðtali fyrir helgi að enskt félag gæti borgað allt að 100 milljónir evra fyrir Aubameyang, en samkvæmt Watzke dugar slíkt tilboð ekki einu sinni til. „Matthäus virðist vera sá eini sem veit eitthvað um þetta. En svona í alvöru þá myndi það engu breyta fyrir okkur ef eitthvað félag býður 100 milljónir evra í Auba. Hann verður ekki seldur,“ segir Watzke í viðtali við Bild. Paris Saint-German er sagt í frönskum miðlum vera mjög áhugsamt um að fá Aubameyang til sín í sumar, en Gabonmaðurinn, sem er fæddur í Frakklandi, stóð sig vel með St. Étienne í frönsku 1. deildinni áður en hann kom til Dortmund. „Það var kannski möguleiki að fara til PSG í fyrra en ekki núna. Ég hef engan áhuga á að snúa aftur til Frakklands að svo stöddu,“ segir Pierre Emerick-Aubameyang.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira