NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 09:00 Stephen Curry fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.DeMarcus Cousins var í banastuði í nótt en það dugði ekki til.Stephen Curry skoraði 37 stig og setti niður sex þrista í 120-90 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann spilaði samt bara fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum. Curry var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhlutann en hann hitti úr 12 af 20 skotum sínum í leiknum. Þetta var 39. heimasigur Golden State liðsins í röð og liðið hefur nú unnið 41 af 45 leikjum tímabilsins. San Antonio liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn í nótt en liðið lék án Tim Duncan. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs-liðið eða sextán stig en liðið átti aldrei möguleika í þessum leik í nótt.Sýningu Stephen Curry má sjá hér að neðan.LeBron James var með 25 stig og 9 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 114-107 sigur á Minnesota Timberwolves og fagnaði þar með sínum fyrsta sigri undir stjórn Tyronn Lue. Cleveland tapaði fyrsta leiknum eftir að Tyronn Lue tók við af David Blatt. Tristan Thompson var með 19 stig og 12 fráköst og Matthew Dellavedova skoraði 18 stig. Nýliðinn Karl Anthony-Towns var með 26 stig og 11 fráköst fyrir Minnesota.DeMarcus Cousins sló stigamet Chris Webber þegar hann skoraði 56 stig í nótt en það dugði ekki Sacramento Kings sem tapaði 129-128 fyrir Charlotte Hornest í tvíframlengdum leik. Troy Daniels kórónaði frábæran leik með því að smella niður þriggja stiga skoti þegar 9 sekúndur voru eftir en hann var með átta þrista og 28 stig.Troy Daniels var sjóðandi heitur fyrir utan og tryggði Charlotte sigur á Sacramento.Chris Webber skoraði á sínum tíma 51 stig sem var félagsmetið hjá Sacramento Kings en Cousins hafði áður skorað mest 48 stig. Rajon Rondo var með 10 fráköst og 20 stoðsendingar í leiknum. Kemba Walker var með 24 stig fyrir Charlotte Hornest og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum. James Harden skoraði 35 stig og Trevor Ariza var með 31 stig þegar Houston Rockets vann 112-111 sigur á New Orleans Pelicans. Jrue Holiday var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir New Orleans.Harden var í banastuði eins og sjá má að neðan.Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami Heat sem vann 89-84 útisigur á Chicago Bulls. Wade skoraði tíu stig í lokaleikhlutanum en Miami var um tíma átta stigum undir í fjórða leikhluta. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami en hjá Chicago var Pau Gasol með 19 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 23 stig og 9 stoðsendingar í þremur leikhlutum þegar Boston Celtics vann 116-91 útisigur á Washington Wizards. Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 114-107 Washington Wizards - Boston Celtics 91-116 Chicago Bulls - Miami Heat 84-89 Memphis Grizzlies - Orlando Magic 108-102 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 111-112 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 105-109 Utah Jazz - Detroit Pistons 92-95 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 128-129 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 120-90Bestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.DeMarcus Cousins var í banastuði í nótt en það dugði ekki til.Stephen Curry skoraði 37 stig og setti niður sex þrista í 120-90 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann spilaði samt bara fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum. Curry var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhlutann en hann hitti úr 12 af 20 skotum sínum í leiknum. Þetta var 39. heimasigur Golden State liðsins í röð og liðið hefur nú unnið 41 af 45 leikjum tímabilsins. San Antonio liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn í nótt en liðið lék án Tim Duncan. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs-liðið eða sextán stig en liðið átti aldrei möguleika í þessum leik í nótt.Sýningu Stephen Curry má sjá hér að neðan.LeBron James var með 25 stig og 9 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 114-107 sigur á Minnesota Timberwolves og fagnaði þar með sínum fyrsta sigri undir stjórn Tyronn Lue. Cleveland tapaði fyrsta leiknum eftir að Tyronn Lue tók við af David Blatt. Tristan Thompson var með 19 stig og 12 fráköst og Matthew Dellavedova skoraði 18 stig. Nýliðinn Karl Anthony-Towns var með 26 stig og 11 fráköst fyrir Minnesota.DeMarcus Cousins sló stigamet Chris Webber þegar hann skoraði 56 stig í nótt en það dugði ekki Sacramento Kings sem tapaði 129-128 fyrir Charlotte Hornest í tvíframlengdum leik. Troy Daniels kórónaði frábæran leik með því að smella niður þriggja stiga skoti þegar 9 sekúndur voru eftir en hann var með átta þrista og 28 stig.Troy Daniels var sjóðandi heitur fyrir utan og tryggði Charlotte sigur á Sacramento.Chris Webber skoraði á sínum tíma 51 stig sem var félagsmetið hjá Sacramento Kings en Cousins hafði áður skorað mest 48 stig. Rajon Rondo var með 10 fráköst og 20 stoðsendingar í leiknum. Kemba Walker var með 24 stig fyrir Charlotte Hornest og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum. James Harden skoraði 35 stig og Trevor Ariza var með 31 stig þegar Houston Rockets vann 112-111 sigur á New Orleans Pelicans. Jrue Holiday var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir New Orleans.Harden var í banastuði eins og sjá má að neðan.Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami Heat sem vann 89-84 útisigur á Chicago Bulls. Wade skoraði tíu stig í lokaleikhlutanum en Miami var um tíma átta stigum undir í fjórða leikhluta. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami en hjá Chicago var Pau Gasol með 19 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 23 stig og 9 stoðsendingar í þremur leikhlutum þegar Boston Celtics vann 116-91 útisigur á Washington Wizards. Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 114-107 Washington Wizards - Boston Celtics 91-116 Chicago Bulls - Miami Heat 84-89 Memphis Grizzlies - Orlando Magic 108-102 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 111-112 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 105-109 Utah Jazz - Detroit Pistons 92-95 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 128-129 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 120-90Bestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira