NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:00 Alex Smith, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fagnar sigri. Vísir/Getty Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18