Eiður Smári: Guardiola er ekki ofmetinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 10:00 Eiður Smári spilaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti landsliðsmaður íslands í fótbolta frá upphafi, var í áhugaverðu viðtali í Five Live á BBC í gær. Eiður Smári ræddi þar Pep Guardiola og væntanlega komu hans í ensku úrvalsdeildina, en spænski þjálfarinn er búinn að gefa það út að hann þjálfar á Englandi næsta vetur. „Hann er frábær og augljóslega einn besti stjóri sem ég hef unnið fyrir á mínum ferli. Hann er ótrúlega skipulagður og búinn að hugsa leikinn fram og til baka,“ segir Eiður Smári. „Næmni hans fyrir nákvæmni og skipulag fyrir æfingar og leiki er mikið. Hann setur upp ákveðna áætlun fyrir liðið sem það á að fylgja. Bestu stjórarnir eru þeir sem eru með skýr skilaboð um hvað þeir vilja fá frá leikmönnunum. Ef þú fylgir hugmyndafræði hans mun þér ganga vel.“Eiður Smári vann Meistaradeildina undir stjórn Guardiola árið 2009.vísir/afpGerir ekki upp á milli Eiður Smári spilaði á sínum ferli fyrir tvo af sigursælustu stjórum seinni tíma; Guardiola og José Mourinho. Báða segir hann þá vera góða maður á mann þó þeir beiti öðruvísi aðferðafræði. „Guardiola er góður maður á mann og er opinn. Hann elskar leikinn og getur talað um fótbolta í marga klukkutíma. Hann er ekki mikið fyrir að takast á. Hann vill frekar reyna að leysa málin á rólegan máta,“ segir Eiður. „Munurinn á honum er að Guardiola vill engin átök en Mourinho hefur svolítið gaman að þeim. Mourinho vill aðeins takast á við sína leikmenn og er mjög opinskár með sínar skoðanir.“ Eiði datt ekki í hug að segja hvor er betri: „Hvor er betri, Maradona eða Pelé? Þetta er svipuð spurning. Við erum að tala um tvo af bestu þjálfurum sögunnar þannig það er erfitt að velja á milli,“ segir hann.Guardiola og Mourinho voru engir vinir þegar þeir þjálfuðu báðir á Spáni.vísir/gettyEkki ofmetinn Pep Guardiola tók við vel mönnuðu Barcelona-liði þegar hann fékk stöðuhækkun úr B-liðinu árið 2008. Hann gerði Barcelona að einu besta liði sögunnar en Eiður var samt spurður hvort Spánverjinn væri svolítið ofmetinn þar sem Barcelona-liðið var svo vel mannað og þegar hann tók við Bayern var það nýbúið að vinna þrennuna. „Það er bara hægt að dæma þig eftir því sem þú hefur gert. Það er ekki hægt að segja Guardiola sé ofmetinn. Liðið sem hann fékk upp í hendurnar hjá Barcelona var ekki búið að vinna titil í tvö ár,“ segir Eiður Smári. „Við vorum með Messi, Xavi, Iniesta og Eto'o og alla þessa karla en ekki að vinna titla. Hann tók við þessu liði sem var stútfullt af hæfileikum en breytti því aftur í meistaralið. Það segir allt um gæði hans.“ Guardiola vill halda boltanum innan liðsins og var Eiður fenginn til að dæma um hvort hans leikstíll henti vel í ensku úrvalsdeildinni.Pep Guardiola er á leiðinni til Englands.vísir/gettyPep til City „Fótbolti í heildina er farinn að snúast meira um að halda boltanum og tölfræði. Þetta er spænska leiðin og svo sannarlega það sem Barcelona vill gera. Hvort þetta henti öllum liðum veit ég ekki. Það eru mistök ef allir ætla að herma eftir Barcelona því það er búið að spila svona í áratugi,“ segir Eiður Smári. Manchester United, Manchester City, Chelsea og Arsenal hafa verið orðuð við Guardiola en hvar endar hann að mati Eiðs? „Þetta eru allt félög með stjóra í mismunandi aðstæðum. Hiddink er í bráðabirgðastöðu hjá Chelsea og Van Gaal og Pellegrini hafa verið gagnrýndir svolítið að undanförnu. Wenger er í sterkari stöðu hjá Arsenal en mörg undanfarin ár,“ segir hann. „Þetta er á milli Manchester-liðanna eða Chelsea. Ég giska á Manchester City,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Viðtalið allt má heyra hér að neðan. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti landsliðsmaður íslands í fótbolta frá upphafi, var í áhugaverðu viðtali í Five Live á BBC í gær. Eiður Smári ræddi þar Pep Guardiola og væntanlega komu hans í ensku úrvalsdeildina, en spænski þjálfarinn er búinn að gefa það út að hann þjálfar á Englandi næsta vetur. „Hann er frábær og augljóslega einn besti stjóri sem ég hef unnið fyrir á mínum ferli. Hann er ótrúlega skipulagður og búinn að hugsa leikinn fram og til baka,“ segir Eiður Smári. „Næmni hans fyrir nákvæmni og skipulag fyrir æfingar og leiki er mikið. Hann setur upp ákveðna áætlun fyrir liðið sem það á að fylgja. Bestu stjórarnir eru þeir sem eru með skýr skilaboð um hvað þeir vilja fá frá leikmönnunum. Ef þú fylgir hugmyndafræði hans mun þér ganga vel.“Eiður Smári vann Meistaradeildina undir stjórn Guardiola árið 2009.vísir/afpGerir ekki upp á milli Eiður Smári spilaði á sínum ferli fyrir tvo af sigursælustu stjórum seinni tíma; Guardiola og José Mourinho. Báða segir hann þá vera góða maður á mann þó þeir beiti öðruvísi aðferðafræði. „Guardiola er góður maður á mann og er opinn. Hann elskar leikinn og getur talað um fótbolta í marga klukkutíma. Hann er ekki mikið fyrir að takast á. Hann vill frekar reyna að leysa málin á rólegan máta,“ segir Eiður. „Munurinn á honum er að Guardiola vill engin átök en Mourinho hefur svolítið gaman að þeim. Mourinho vill aðeins takast á við sína leikmenn og er mjög opinskár með sínar skoðanir.“ Eiði datt ekki í hug að segja hvor er betri: „Hvor er betri, Maradona eða Pelé? Þetta er svipuð spurning. Við erum að tala um tvo af bestu þjálfurum sögunnar þannig það er erfitt að velja á milli,“ segir hann.Guardiola og Mourinho voru engir vinir þegar þeir þjálfuðu báðir á Spáni.vísir/gettyEkki ofmetinn Pep Guardiola tók við vel mönnuðu Barcelona-liði þegar hann fékk stöðuhækkun úr B-liðinu árið 2008. Hann gerði Barcelona að einu besta liði sögunnar en Eiður var samt spurður hvort Spánverjinn væri svolítið ofmetinn þar sem Barcelona-liðið var svo vel mannað og þegar hann tók við Bayern var það nýbúið að vinna þrennuna. „Það er bara hægt að dæma þig eftir því sem þú hefur gert. Það er ekki hægt að segja Guardiola sé ofmetinn. Liðið sem hann fékk upp í hendurnar hjá Barcelona var ekki búið að vinna titil í tvö ár,“ segir Eiður Smári. „Við vorum með Messi, Xavi, Iniesta og Eto'o og alla þessa karla en ekki að vinna titla. Hann tók við þessu liði sem var stútfullt af hæfileikum en breytti því aftur í meistaralið. Það segir allt um gæði hans.“ Guardiola vill halda boltanum innan liðsins og var Eiður fenginn til að dæma um hvort hans leikstíll henti vel í ensku úrvalsdeildinni.Pep Guardiola er á leiðinni til Englands.vísir/gettyPep til City „Fótbolti í heildina er farinn að snúast meira um að halda boltanum og tölfræði. Þetta er spænska leiðin og svo sannarlega það sem Barcelona vill gera. Hvort þetta henti öllum liðum veit ég ekki. Það eru mistök ef allir ætla að herma eftir Barcelona því það er búið að spila svona í áratugi,“ segir Eiður Smári. Manchester United, Manchester City, Chelsea og Arsenal hafa verið orðuð við Guardiola en hvar endar hann að mati Eiðs? „Þetta eru allt félög með stjóra í mismunandi aðstæðum. Hiddink er í bráðabirgðastöðu hjá Chelsea og Van Gaal og Pellegrini hafa verið gagnrýndir svolítið að undanförnu. Wenger er í sterkari stöðu hjá Arsenal en mörg undanfarin ár,“ segir hann. „Þetta er á milli Manchester-liðanna eða Chelsea. Ég giska á Manchester City,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Viðtalið allt má heyra hér að neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira