Hugsjónir samvinnu- hreyfingarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 09:45 "Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann,“ segir Helgi Skúli. Vísir/Ernir „Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira