„Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Alexandra Sif og Arnar gengu í hjónaband á dögunum við yndislega athöfn. Thelma Arngríms „Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð nú á dögunum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um stóra daginn og undirbúninginn. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Arnar fór á skeljarnar nokkrum mínútum eftir miðnætti áramótin 2023 til 2024. Áramótin eiga smá svona sérstakan stað í hjörtum okkar og eftir þessa stund eru þau enn dýrmætari. Við eigum okkur þá hefð að skjóta upp bombu á miðnætti sem við höfum gert öll okkar níu ár saman en áramótin áður en við kynnumst 2015/2016 gefur vinkona mín mér bombu sem heitir Hamingja og segir mér að skjóta henni upp á miðnætti til þess að eiga hamingjuríkt ár. Ég er mjög hjátrúarfull ef einhver segir svona hluti við mig og fylgdi þessu því að sjálfsögðu eftir. Árið 2016 var mögulega eitt það hamingjuríkasta hingað til því þremur mánuðum seinna kynnist ég Arnari og höfum við þar af leiðandi haldið í þessa skemmtilegu hefð. Þessi trúlofun kom mér svo innilega á óvart, trúlofunin sjálf og hringurinn sem hann lét smíða fyrir mig. Við höfðum oft rætt þetta áður og talað um að við vildum bara vera við tvö þegar þessi stund ætti sér stað en við vorum aldeilis ekki ein. Svo höfðu bæði systkini hans trúlofast árið 2023 en þau eru öll fædd á þremur árum og hann yngstur, þannig ég hugsaði að það væru góð tvö ár í þetta hjá okkur. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Þessi áramót voru upprunalega plönuð þannig að við yrðum þrjú saman, við og dóttir okkar. Kvöldið endaði þó þannig að við vorum með tólf manna matarboð með okkar nánustu ættingjum og rétt eftir að við erum búin að skjóta bombunni okkar upp fer hann niður á skeljarnar og biður mín í garðinum heima hjá okkur með alla í kring. Mér fannst þetta svo ótrúlega falleg og persónuleg stund. Eftir á að hyggja var það bara einstaklega dýrmætt að hafa okkar nánasta fólk í kringum okkur þegar þetta átti sér stað. Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Upprunalega planið var ekki endilega að gifta okkur strax, mér finnst ég alltaf enn vera 25 ára og er ekkert að stressa mig á hlutunum þannig séð. Ég vissi samt að ég vildi frekar vera yngri heldur en eldri þegar ég myndi gifta mig en einhvern vegin virðist það svo fjarlægt að plana svona stóran viðburð. Ég og amma mín erum mjög nánar en hún varð nítíu ára í fyrra og ég var viss um að ég vildi hafa hana með mér á þessari stund í lífi mínu. Stuttu eftir að við trúlofuðumst missir hún meðvitund þegar systir mín er í mat hjá henni og endar að fá gangráð og er smá tíma að jafna sig. Það fékk mig til þess að hugsa að lífið væri heldur betur núna og svo situr ein setning í mér sem vinkona mín sagði einu sinni við mig: „Það gerist ekki neitt í lífinu nema maður gerir það sjálfur“. Alexandra ásamt ömmu sinni Hilde Helgason.Thelma Arngríms Ég ákvað því einn daginn í apríl 2024 að ég ætlaði ekki að bíða eftir að lífið myndi gerast heldur bara negla niður dagsetningu og láta þetta gerast. Þann sama dag pantaði ég sal, plötusnúð, prest, ljósmyndara og allt þetta helsta. Við tókum því um eitt ár og þrjá mánuði í undirbúning og ég hugsa að ég hefði ekkert viljað lengri tíma, þetta er vissulega yfir manni allan þann tíma sem maður er að plana og mismikið sem maður getur gert hverju sinni. Það mesta gerist svo undir blálokin. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Ég get varla komið því í orð hversu sturlaður þessi dagur var. Hann var allt sem við óskuðum okkur og svo miklu miklu meira en það. Við vorum frekar lengi að græja allt deginum áður en enduðum kvöldið á því að fara saman og grafa niður pylsu í von um gott veður. Vinkona mín veit að ég er einstaklega hjátrúarfull og hún vissi að ég væri frekar stressuð fyrir veðrinu þennan dag þar sem athöfnin var úti og við vorum með blæjubíl. Hún gerði mér þann óleik að senda mér TikTok myndband þar sem talað var um að ef maður grefur niður pylsu deginum fyrir brúðkaup að þá sé gott veður brúðkaupsdaginn. Ég gat ekki annað en fylgt því eftir og það besta er að það var í raun Arnar sem gróf niður pylsuna. Ég elska hvað hann styður mig í allri vitleysunni sem ég tek mér fyrir hendur. Viti menn það virkaði, það var hátt í átján stiga hiti og enginn vindur þennan fallega dag, allt pylsunni að þakka auðvitað. Alexandra var í sjöunda himni þegar hún keyrði upp að athöfninni.Thelma Arngríms Ég gisti ein heima og Arnar og Nathalia dóttir okkar gistu hjá foreldrum hans þar sem hann tók sig til. Ég var búin að koma upp skemmtilegri förðunarstöð fyrir vinkonur mínar í Make-up studíó Hörpu Kára þar sem ég vinn og bókaði klárustu förðunarfræðingana í kringum mig til þess að græja þær. Sjálf var ég ein heima fyrst um sinn þar sem að ég farðaði mig sjálf og finnst best að gera það ein heima í ró og næði. Þegar förðunin var klár var tími til kominn að gera hárið klárt og um það leyti mættu nokkrar af mínum nánustu heim ásamt dóttur okkar og dætrum systkina okkar sem voru blómastelpur. Pabbi minn kom og sótti mig þangað á drauma brúðkaupsbílnum, mér leið eins og við værum stödd í bíómynd og það var svo mikil stemning þegar allir voru að flauta á okkur á leiðinni í athöfnina. Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar. Okkur langaði í svona midsommer sveitastemningu án þess að fara út úr bænum og því var þessi staðsetning fullkomin. Þar hafði Blómahönnun sem sá um blómaskreytingarnar okkar búið til altari og sett upp blómaskreytingar sem gerði þetta enn fallegra. Það var ólýsanlegt að sjá allt okkar besta fólk saman komið að fagna ástinni okkar. Ég gat ekki annað en tárast þegar við pabbi keyrðum upp að. Ég elska að hafa hlutina eins persónulega og hægt er og fékk því eina af mínum bestu vinkonum, Þuru Jónasardóttur, til þess að syngja lagið I will for love með Rudimental sem mér þykir virkilega vænt um þegar ég labbaði að altarinu. Ég átti erfitt með að halda aftur af mér tárunum þegar ég labbaði upp að Arnari. Mér finnst textinn í þessu lagi vera svo fallegur og lýsa ástinni svo vel. Ég er meira segja með texta úr laginu flúrað á mig með skriftinni hans Arnars. Dóttir hjónanna tók lagið í veislunni og hljóp svo í fangið á foreldrunum í skýjunum.Thelma Arngríms Guðrún Karls Helgudóttir gaf okkur saman en hún á sérstök fjölskyldutengsl við móðurfjölskyldu Arnars og hún skírði dóttir okkar. Mér finnst hún svo geggjuð og vá hvað athöfnin var skemmtileg, fagleg, dásamleg og algjörlega í okkar anda. Eftir athöfnina var myndataka með öllum og við fórum sjálf í myndatöku. Mér fannst mjög erfitt að velja hvort við ættum að fara í myndatöku fyrir eða eftir athöfn en ákvað að fara eftir á því það kemur eitthvað glitur í augun við það að segja já og mig langaði að hafa hringana uppi í myndatökunni. Eftir myndatökuna fórum við í Harðarból þar sem gestirnir okkar tóku vel á móti okkur. Mér finnst þessi salur svo æðislegur og sveitó sem var akkúrat það sem við vorum að leitast eftir. Hann faðmaði gestina svo vel og útsýnið úr honum er Esjan sem setur punktinn i-ið ásamt hestunum á beit í kring. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Við tók dýrindis borðhald sem var í umsjá Múlakaffis og eru gestirnir okkar enn að ræða hvað maturinn var fáránlega góður og þjónustan til fyrirmyndar. Við enduðum þetta svo á svaðalegu partýi þar sem að Reykjavík Cocktails sá um að græja kokteila með logoinu okkar á og DJ Ragga Hólm hélt uppi miðaldra B5 stemningu eins og ég óskaði eftir sem sló svona rækilega í gegn. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já og nei, ég er skipulagsperrinn í sambandinu okkar og vinn meðal annars við að skipuleggja viðburði þannig að skipulagið var svona mest í mínum höndum. Arnar veit að ég elska að skipuleggja veislur og leyfði mér svolítið að ráða ferðinni en hjálpaði með það sem ég vildi aðstoð með. Brúðkaupið endurspeglaði hjónin á alla vegu. Hér er hringaplatti en hringarnir eru frá BY L þar sem Alexandra vinnur og hringaplattinn gerður af Hringir og spor. Thelma Arngríms Svo kom hann stundum með athugasemdir, þá helst á kostnað en ég á það til að fljúga smá hátt en þá er hann þarna á hliðarlínunni til þess að taka mig niður á jörðina. Við vorum þó sammála um að við vildum að dagurinn myndi endurspegla okkur. Við vildum hafa þetta fallegt, persónulegt, afslappað, gaman og enda daginn svo með trylltu dólga partýi. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Ég farða mjög mikið fyrir brúðkaup og finnst ég hafa lært mikið af því að spjalla við brúðir og þannig fundið bæði hvað mig langaði og hvað mig langaði ekki. Mér líður samt einhvern vegin eins og við höfum planað þetta fyrir löngu því við höfum verið það lengi saman og komin með ákveðna sýn á þennan dag. Annars var ég mjög dugleg að skoða Pinterest upp á innblástur að skreytingum og TikTok fyrir ýmislegt annað. Alexandra farðaði sjálfa sig fyrir brúðkaupið en hún er förðunarfræðingur að mennt.Aðsend Hvað stendur upp úr? Öll gleðin og samheldnin þennan dag. Ég elskaði að horfa yfir hópinn okkar og sjá hvað allir náðu vel saman og voru með það markmið að njóta og hafa gaman með okkur. Það er meira en vika síðan að þessi dagur var og fólk er enn að tala um hvað þetta var geggjaður dagur. Ég mun lifa á þessum degi út ævina það er á hreinu. Dóttir okkar stal líka algjörlega senunni í upphafi kvöldsins og gerði sér lítið fyrir og söng þriggja mínútna langt lag fyrir alla í salnum. Við vorum svo stolt af henni og það var svo gaman að sjá hvað hún var sjálf stolt af sér, hún bræddi alla í salnum. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Já, mig langaði að halda í það að hafa þetta persónulegt og fékk því fólk úr innsta hring til þess að sjá um veislustjórn. Vinkona mín Dagný Rut og systir mín Viktoría Sabína sáu um að leiða kvöldið og vá þvílíkar neglur, allt upp á 10 í skipulaginu. Ég hafði bókað Prettyboi tjokkó sem leyniatriði til þess að starta kvöldinu og keyra þetta partý í gang sem hann gerði og svo tók DJ Ragga Hólm við keflinu á sinn snilldarlega hátt. Vinkonur mínar höfðu bókað Herbert Guðmundsson í gæsunina mína og bókuðu hann óvænt í brúðkaupið líka sem var einstaklega skemmtilegt móment. Svo þarf alltaf að vera smá dólgur þannig ég var ég líka með smá skemmtiatriði þegar ég skipti yfir í partýkjól og kom dansandi fram með vinkonum mínum við lagið Shots með sveitinni LFMAO með blikkljós, inniskó og vagn fullan af skotum. Hjónin voru í skýjunum með daginn.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Veðrið, hvað dagurinn var fljótur að líða og hvað dagurinn fór langt fram úr okkar væntingum! Það er líka oft talað um að eitthvað klikki og það sé bara partur af þessu öllu saman og við vorum svo viðbúin því en ég get í alvörunni ekki sagt að eitthvað hafi klikkað, þetta var fullkominn dagur. Kaka sem ein besta vinkona Alexöndru bakaði.Thelma Arngríms Hvað voru margir gestir? Við vorum með um 95 manns. Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Það var ótrúlega skemmtilegt ferli, sérstaklega af því fyrsti tíminn sem ég bókaði í brúðarkjólamátun var upprunalega bókaður því mig langaði að athuga hvort ég fengi tilfinninguna fyrir því að ég þyrfti að giftast í hvítum kjól eða bara í dragt hjá sýslumanni. Svo einhvern vegin þegar dagurinn rann upp að þá var dæmið einhvern vegin búið að breytast og ég búin að negla niður dagsetningu fyrir brúðkaup þannig ég var bókstaflega að fara velja mér brúðarkjól. Mér fannst smá erfitt að hafa ekki Arnar með mér í þessu ferli því hann þekkir mig oft betur en ég þekki mig sjálf. Ég þurfti þó ekki að hafa áhyggjur af því, ég fékk svo dásamlega þjónustu frá stelpunum í Loforð sem mér þykir ótrúlega vænt um, ég upplifði eins og þær væru sjálfar að fara gifta sig. Alexandra fékk fyrirtækið Hringirogspor til þess að sauma logoið þeirra hjóna í slörið, Arnar teiknaði logoið. Brúðkaupsskórnir voru svo Manolo Blahnik, uppáhalds skómerki Carrie Bradshaw í Sex and the city. Thelma Arngríms Áður en ég mætti í mátunina var ég búin að hugsa mér að þetta væri á milli tveggja kjóla sem voru mjög ólíkir en það voru bara alltaf þeir. Ég elska líka að spá í heildarlúkkinu og öllum details og var búin að kaupa mér skó og skartgripi áður en ég valdi kjólinn sjálfan sem mér skilst að sé mjög óvenjulegt. Ég endaði á að velja mér kjólinn sem flestir í kringum mig sögðu mér ekki að velja. Það sem hjálpaði mér við lokavalið var að ég átti gömul screenshot af kjólum af Pinterest þegar ég var eitthvað að láta mig dreyma og þeir voru allir opnir í bakið og þröngir eins og kjóllinn sem varð svo kjóll drauma minna. Fallegu mægðurnar Alexandra og Nathalia.Thelma Arngríms Ég vissi að ég valdi rétt því ég hlustað á sjálfa mig en það toppaði allt þegar ég labbaði upp að Arnari í athöfninni og hann hvíslaði lágt „VÁ“. Í ferlinu sá ég svo einn kjól gjörólíkan þeim kjól sem ég var að fara vera í athöfninni, stuttan með smá Sex and the City víbrum og ákvað að vera í honum í partýinu til þess að njóta mín betur þar sem var mjög góð ákvörðun því ég var í stuði. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ég ætla að segja ekki bíða eftir að lífið gerist, það gerist ekki neitt nema þú gerir það sjálfur. Mér finnst svo margir vera að láta lífið stoppa sig í því að plana brúðkaup en um leið og maður neglir þetta niður, þá lætur maður hlutina gerast. Gott skipulag er líka auðvitað lykillinn í þessu öllu saman og að hafa það að leiðarljósi að þetta er dagurinn ykkar og því mikilvægt að gera þetta nákvæmlega eins og ykkur langar, ekki þóknast öðrum. Feðginin í skýjunum.Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Eins og er þá er ekkert planað en það væri draumur að fara í einhverja brúðkaupsferð. Ég er mjög fegin að hafa ekki planað neitt beint eftir brúðkaupið því að vikan fyrir og dagarnir eftir á voru alveg mikil keyrsla. Orkan hefur verið af skornum skammti eftir herlegheitin. Við fórum heim eftir brúðkaupið en áttum bókaðar tvær nætur á hótel Geysi í vikunni eftir brúðkaup þar sem við áttum sambandsafmæli fjórum dögum eftir það. Það var mjög næs að ná að sofa og hvíla sig. Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Alexöndru um stóra daginn og undirbúninginn. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Arnar fór á skeljarnar nokkrum mínútum eftir miðnætti áramótin 2023 til 2024. Áramótin eiga smá svona sérstakan stað í hjörtum okkar og eftir þessa stund eru þau enn dýrmætari. Við eigum okkur þá hefð að skjóta upp bombu á miðnætti sem við höfum gert öll okkar níu ár saman en áramótin áður en við kynnumst 2015/2016 gefur vinkona mín mér bombu sem heitir Hamingja og segir mér að skjóta henni upp á miðnætti til þess að eiga hamingjuríkt ár. Ég er mjög hjátrúarfull ef einhver segir svona hluti við mig og fylgdi þessu því að sjálfsögðu eftir. Árið 2016 var mögulega eitt það hamingjuríkasta hingað til því þremur mánuðum seinna kynnist ég Arnari og höfum við þar af leiðandi haldið í þessa skemmtilegu hefð. Þessi trúlofun kom mér svo innilega á óvart, trúlofunin sjálf og hringurinn sem hann lét smíða fyrir mig. Við höfðum oft rætt þetta áður og talað um að við vildum bara vera við tvö þegar þessi stund ætti sér stað en við vorum aldeilis ekki ein. Svo höfðu bæði systkini hans trúlofast árið 2023 en þau eru öll fædd á þremur árum og hann yngstur, þannig ég hugsaði að það væru góð tvö ár í þetta hjá okkur. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Þessi áramót voru upprunalega plönuð þannig að við yrðum þrjú saman, við og dóttir okkar. Kvöldið endaði þó þannig að við vorum með tólf manna matarboð með okkar nánustu ættingjum og rétt eftir að við erum búin að skjóta bombunni okkar upp fer hann niður á skeljarnar og biður mín í garðinum heima hjá okkur með alla í kring. Mér fannst þetta svo ótrúlega falleg og persónuleg stund. Eftir á að hyggja var það bara einstaklega dýrmætt að hafa okkar nánasta fólk í kringum okkur þegar þetta átti sér stað. Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Upprunalega planið var ekki endilega að gifta okkur strax, mér finnst ég alltaf enn vera 25 ára og er ekkert að stressa mig á hlutunum þannig séð. Ég vissi samt að ég vildi frekar vera yngri heldur en eldri þegar ég myndi gifta mig en einhvern vegin virðist það svo fjarlægt að plana svona stóran viðburð. Ég og amma mín erum mjög nánar en hún varð nítíu ára í fyrra og ég var viss um að ég vildi hafa hana með mér á þessari stund í lífi mínu. Stuttu eftir að við trúlofuðumst missir hún meðvitund þegar systir mín er í mat hjá henni og endar að fá gangráð og er smá tíma að jafna sig. Það fékk mig til þess að hugsa að lífið væri heldur betur núna og svo situr ein setning í mér sem vinkona mín sagði einu sinni við mig: „Það gerist ekki neitt í lífinu nema maður gerir það sjálfur“. Alexandra ásamt ömmu sinni Hilde Helgason.Thelma Arngríms Ég ákvað því einn daginn í apríl 2024 að ég ætlaði ekki að bíða eftir að lífið myndi gerast heldur bara negla niður dagsetningu og láta þetta gerast. Þann sama dag pantaði ég sal, plötusnúð, prest, ljósmyndara og allt þetta helsta. Við tókum því um eitt ár og þrjá mánuði í undirbúning og ég hugsa að ég hefði ekkert viljað lengri tíma, þetta er vissulega yfir manni allan þann tíma sem maður er að plana og mismikið sem maður getur gert hverju sinni. Það mesta gerist svo undir blálokin. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Ég get varla komið því í orð hversu sturlaður þessi dagur var. Hann var allt sem við óskuðum okkur og svo miklu miklu meira en það. Við vorum frekar lengi að græja allt deginum áður en enduðum kvöldið á því að fara saman og grafa niður pylsu í von um gott veður. Vinkona mín veit að ég er einstaklega hjátrúarfull og hún vissi að ég væri frekar stressuð fyrir veðrinu þennan dag þar sem athöfnin var úti og við vorum með blæjubíl. Hún gerði mér þann óleik að senda mér TikTok myndband þar sem talað var um að ef maður grefur niður pylsu deginum fyrir brúðkaup að þá sé gott veður brúðkaupsdaginn. Ég gat ekki annað en fylgt því eftir og það besta er að það var í raun Arnar sem gróf niður pylsuna. Ég elska hvað hann styður mig í allri vitleysunni sem ég tek mér fyrir hendur. Viti menn það virkaði, það var hátt í átján stiga hiti og enginn vindur þennan fallega dag, allt pylsunni að þakka auðvitað. Alexandra var í sjöunda himni þegar hún keyrði upp að athöfninni.Thelma Arngríms Ég gisti ein heima og Arnar og Nathalia dóttir okkar gistu hjá foreldrum hans þar sem hann tók sig til. Ég var búin að koma upp skemmtilegri förðunarstöð fyrir vinkonur mínar í Make-up studíó Hörpu Kára þar sem ég vinn og bókaði klárustu förðunarfræðingana í kringum mig til þess að græja þær. Sjálf var ég ein heima fyrst um sinn þar sem að ég farðaði mig sjálf og finnst best að gera það ein heima í ró og næði. Þegar förðunin var klár var tími til kominn að gera hárið klárt og um það leyti mættu nokkrar af mínum nánustu heim ásamt dóttur okkar og dætrum systkina okkar sem voru blómastelpur. Pabbi minn kom og sótti mig þangað á drauma brúðkaupsbílnum, mér leið eins og við værum stödd í bíómynd og það var svo mikil stemning þegar allir voru að flauta á okkur á leiðinni í athöfnina. Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar. Okkur langaði í svona midsommer sveitastemningu án þess að fara út úr bænum og því var þessi staðsetning fullkomin. Þar hafði Blómahönnun sem sá um blómaskreytingarnar okkar búið til altari og sett upp blómaskreytingar sem gerði þetta enn fallegra. Það var ólýsanlegt að sjá allt okkar besta fólk saman komið að fagna ástinni okkar. Ég gat ekki annað en tárast þegar við pabbi keyrðum upp að. Ég elska að hafa hlutina eins persónulega og hægt er og fékk því eina af mínum bestu vinkonum, Þuru Jónasardóttur, til þess að syngja lagið I will for love með Rudimental sem mér þykir virkilega vænt um þegar ég labbaði að altarinu. Ég átti erfitt með að halda aftur af mér tárunum þegar ég labbaði upp að Arnari. Mér finnst textinn í þessu lagi vera svo fallegur og lýsa ástinni svo vel. Ég er meira segja með texta úr laginu flúrað á mig með skriftinni hans Arnars. Dóttir hjónanna tók lagið í veislunni og hljóp svo í fangið á foreldrunum í skýjunum.Thelma Arngríms Guðrún Karls Helgudóttir gaf okkur saman en hún á sérstök fjölskyldutengsl við móðurfjölskyldu Arnars og hún skírði dóttir okkar. Mér finnst hún svo geggjuð og vá hvað athöfnin var skemmtileg, fagleg, dásamleg og algjörlega í okkar anda. Eftir athöfnina var myndataka með öllum og við fórum sjálf í myndatöku. Mér fannst mjög erfitt að velja hvort við ættum að fara í myndatöku fyrir eða eftir athöfn en ákvað að fara eftir á því það kemur eitthvað glitur í augun við það að segja já og mig langaði að hafa hringana uppi í myndatökunni. Eftir myndatökuna fórum við í Harðarból þar sem gestirnir okkar tóku vel á móti okkur. Mér finnst þessi salur svo æðislegur og sveitó sem var akkúrat það sem við vorum að leitast eftir. Hann faðmaði gestina svo vel og útsýnið úr honum er Esjan sem setur punktinn i-ið ásamt hestunum á beit í kring. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Við tók dýrindis borðhald sem var í umsjá Múlakaffis og eru gestirnir okkar enn að ræða hvað maturinn var fáránlega góður og þjónustan til fyrirmyndar. Við enduðum þetta svo á svaðalegu partýi þar sem að Reykjavík Cocktails sá um að græja kokteila með logoinu okkar á og DJ Ragga Hólm hélt uppi miðaldra B5 stemningu eins og ég óskaði eftir sem sló svona rækilega í gegn. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já og nei, ég er skipulagsperrinn í sambandinu okkar og vinn meðal annars við að skipuleggja viðburði þannig að skipulagið var svona mest í mínum höndum. Arnar veit að ég elska að skipuleggja veislur og leyfði mér svolítið að ráða ferðinni en hjálpaði með það sem ég vildi aðstoð með. Brúðkaupið endurspeglaði hjónin á alla vegu. Hér er hringaplatti en hringarnir eru frá BY L þar sem Alexandra vinnur og hringaplattinn gerður af Hringir og spor. Thelma Arngríms Svo kom hann stundum með athugasemdir, þá helst á kostnað en ég á það til að fljúga smá hátt en þá er hann þarna á hliðarlínunni til þess að taka mig niður á jörðina. Við vorum þó sammála um að við vildum að dagurinn myndi endurspegla okkur. Við vildum hafa þetta fallegt, persónulegt, afslappað, gaman og enda daginn svo með trylltu dólga partýi. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Ég farða mjög mikið fyrir brúðkaup og finnst ég hafa lært mikið af því að spjalla við brúðir og þannig fundið bæði hvað mig langaði og hvað mig langaði ekki. Mér líður samt einhvern vegin eins og við höfum planað þetta fyrir löngu því við höfum verið það lengi saman og komin með ákveðna sýn á þennan dag. Annars var ég mjög dugleg að skoða Pinterest upp á innblástur að skreytingum og TikTok fyrir ýmislegt annað. Alexandra farðaði sjálfa sig fyrir brúðkaupið en hún er förðunarfræðingur að mennt.Aðsend Hvað stendur upp úr? Öll gleðin og samheldnin þennan dag. Ég elskaði að horfa yfir hópinn okkar og sjá hvað allir náðu vel saman og voru með það markmið að njóta og hafa gaman með okkur. Það er meira en vika síðan að þessi dagur var og fólk er enn að tala um hvað þetta var geggjaður dagur. Ég mun lifa á þessum degi út ævina það er á hreinu. Dóttir okkar stal líka algjörlega senunni í upphafi kvöldsins og gerði sér lítið fyrir og söng þriggja mínútna langt lag fyrir alla í salnum. Við vorum svo stolt af henni og það var svo gaman að sjá hvað hún var sjálf stolt af sér, hún bræddi alla í salnum. View this post on Instagram A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif) Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Já, mig langaði að halda í það að hafa þetta persónulegt og fékk því fólk úr innsta hring til þess að sjá um veislustjórn. Vinkona mín Dagný Rut og systir mín Viktoría Sabína sáu um að leiða kvöldið og vá þvílíkar neglur, allt upp á 10 í skipulaginu. Ég hafði bókað Prettyboi tjokkó sem leyniatriði til þess að starta kvöldinu og keyra þetta partý í gang sem hann gerði og svo tók DJ Ragga Hólm við keflinu á sinn snilldarlega hátt. Vinkonur mínar höfðu bókað Herbert Guðmundsson í gæsunina mína og bókuðu hann óvænt í brúðkaupið líka sem var einstaklega skemmtilegt móment. Svo þarf alltaf að vera smá dólgur þannig ég var ég líka með smá skemmtiatriði þegar ég skipti yfir í partýkjól og kom dansandi fram með vinkonum mínum við lagið Shots með sveitinni LFMAO með blikkljós, inniskó og vagn fullan af skotum. Hjónin voru í skýjunum með daginn.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Veðrið, hvað dagurinn var fljótur að líða og hvað dagurinn fór langt fram úr okkar væntingum! Það er líka oft talað um að eitthvað klikki og það sé bara partur af þessu öllu saman og við vorum svo viðbúin því en ég get í alvörunni ekki sagt að eitthvað hafi klikkað, þetta var fullkominn dagur. Kaka sem ein besta vinkona Alexöndru bakaði.Thelma Arngríms Hvað voru margir gestir? Við vorum með um 95 manns. Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Það var ótrúlega skemmtilegt ferli, sérstaklega af því fyrsti tíminn sem ég bókaði í brúðarkjólamátun var upprunalega bókaður því mig langaði að athuga hvort ég fengi tilfinninguna fyrir því að ég þyrfti að giftast í hvítum kjól eða bara í dragt hjá sýslumanni. Svo einhvern vegin þegar dagurinn rann upp að þá var dæmið einhvern vegin búið að breytast og ég búin að negla niður dagsetningu fyrir brúðkaup þannig ég var bókstaflega að fara velja mér brúðarkjól. Mér fannst smá erfitt að hafa ekki Arnar með mér í þessu ferli því hann þekkir mig oft betur en ég þekki mig sjálf. Ég þurfti þó ekki að hafa áhyggjur af því, ég fékk svo dásamlega þjónustu frá stelpunum í Loforð sem mér þykir ótrúlega vænt um, ég upplifði eins og þær væru sjálfar að fara gifta sig. Alexandra fékk fyrirtækið Hringirogspor til þess að sauma logoið þeirra hjóna í slörið, Arnar teiknaði logoið. Brúðkaupsskórnir voru svo Manolo Blahnik, uppáhalds skómerki Carrie Bradshaw í Sex and the city. Thelma Arngríms Áður en ég mætti í mátunina var ég búin að hugsa mér að þetta væri á milli tveggja kjóla sem voru mjög ólíkir en það voru bara alltaf þeir. Ég elska líka að spá í heildarlúkkinu og öllum details og var búin að kaupa mér skó og skartgripi áður en ég valdi kjólinn sjálfan sem mér skilst að sé mjög óvenjulegt. Ég endaði á að velja mér kjólinn sem flestir í kringum mig sögðu mér ekki að velja. Það sem hjálpaði mér við lokavalið var að ég átti gömul screenshot af kjólum af Pinterest þegar ég var eitthvað að láta mig dreyma og þeir voru allir opnir í bakið og þröngir eins og kjóllinn sem varð svo kjóll drauma minna. Fallegu mægðurnar Alexandra og Nathalia.Thelma Arngríms Ég vissi að ég valdi rétt því ég hlustað á sjálfa mig en það toppaði allt þegar ég labbaði upp að Arnari í athöfninni og hann hvíslaði lágt „VÁ“. Í ferlinu sá ég svo einn kjól gjörólíkan þeim kjól sem ég var að fara vera í athöfninni, stuttan með smá Sex and the City víbrum og ákvað að vera í honum í partýinu til þess að njóta mín betur þar sem var mjög góð ákvörðun því ég var í stuði. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ég ætla að segja ekki bíða eftir að lífið gerist, það gerist ekki neitt nema þú gerir það sjálfur. Mér finnst svo margir vera að láta lífið stoppa sig í því að plana brúðkaup en um leið og maður neglir þetta niður, þá lætur maður hlutina gerast. Gott skipulag er líka auðvitað lykillinn í þessu öllu saman og að hafa það að leiðarljósi að þetta er dagurinn ykkar og því mikilvægt að gera þetta nákvæmlega eins og ykkur langar, ekki þóknast öðrum. Feðginin í skýjunum.Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Eins og er þá er ekkert planað en það væri draumur að fara í einhverja brúðkaupsferð. Ég er mjög fegin að hafa ekki planað neitt beint eftir brúðkaupið því að vikan fyrir og dagarnir eftir á voru alveg mikil keyrsla. Orkan hefur verið af skornum skammti eftir herlegheitin. Við fórum heim eftir brúðkaupið en áttum bókaðar tvær nætur á hótel Geysi í vikunni eftir brúðkaup þar sem við áttum sambandsafmæli fjórum dögum eftir það. Það var mjög næs að ná að sofa og hvíla sig.
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira