Raunhæft að fara í úrslit í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2016 06:00 Anton Sveinn kom til Íslands í verðskuldað jólafrí en stundar nám við Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. fréttablaðið/ernir Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira