Beckham: Zidane besti maðurinn í starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 08:30 Zinedine Zidane og David Beckham með Florentinu Peréz, forseta Real Madrid. vísir/getty David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær. Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30
Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56
Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09
Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56