Íslenskan hefur það fínt Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2016 07:00 Allt frá því að Rasmus Rask spáði ranglega fyrir um dauða íslenskunnar fyrir um 200 árum hefur fátt tryggt mönnum meiri athygli en einmitt slíkir spádómar. Fólk tekur jafnharðan undir og kemur auga á margs konar hættur: þágufallssýkina, dönskusletturnar, kanasjónvarpið eða tölvurnar. Síðan er sagt að við þurfum að gera eitthvað. Strax. Það er nóg af hugmyndum. Sumar þeirra felast í boðum og bönnum. Aðrar ganga út á það að eyða risastórum upphæðum í stór opinber verkefni: eflingu íslenskunáms, lestrarátak eða niðurgreiðslu kostnaðar fyrir einkafyrirtæki. Eitt sinn var eytt umtalsverðum fjármunum í að þýða stýrikerfið Windows 98 yfir á íslensku og lauk þeirri vinnu í þann mund sem næsta útgáfa Windows var að detta í hús. Ég skil ekki fólk sem lætur eins og þessi mál séu í algjörum molum. Viðmótið í símanum mínum er á íslensku. Facebook er á íslensku. Einn vinsælasti leikur heims, Minecraft, er á íslensku. Þessi grein er skrifuð í Google Docs, með íslensku viðmóti og innbyggðri íslenskri stafsetningarorðabók. Vissulega má alltaf biðja um meira en staðreyndin er sú að staðan er einfaldlega miklu betri en hún var fyrir 20 árum. Flest vinnur með íslenskunni í heimi tölvunnar. Hún er rituð frá vinstri til hægri með latnesku letri og ekkert flóknari viðureignar en sænska eða þýska. Það er ekki erfitt eða dýrt að íslenska hugbúnað. Meðalapp inniheldur ekki fleiri orð en meðalkvikmynd. Fólk er margfalt líklegra til að kaupa vöru sem er á þeirra móðurmáli og þess vegna eru forrit þýdd. Einstaka flóknari verkefni mætti ráðast á með styrkjum úr samkeppnissjóðum. En það er engin ástæða til að panikkera. Íslenskan hefur það fínt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun
Allt frá því að Rasmus Rask spáði ranglega fyrir um dauða íslenskunnar fyrir um 200 árum hefur fátt tryggt mönnum meiri athygli en einmitt slíkir spádómar. Fólk tekur jafnharðan undir og kemur auga á margs konar hættur: þágufallssýkina, dönskusletturnar, kanasjónvarpið eða tölvurnar. Síðan er sagt að við þurfum að gera eitthvað. Strax. Það er nóg af hugmyndum. Sumar þeirra felast í boðum og bönnum. Aðrar ganga út á það að eyða risastórum upphæðum í stór opinber verkefni: eflingu íslenskunáms, lestrarátak eða niðurgreiðslu kostnaðar fyrir einkafyrirtæki. Eitt sinn var eytt umtalsverðum fjármunum í að þýða stýrikerfið Windows 98 yfir á íslensku og lauk þeirri vinnu í þann mund sem næsta útgáfa Windows var að detta í hús. Ég skil ekki fólk sem lætur eins og þessi mál séu í algjörum molum. Viðmótið í símanum mínum er á íslensku. Facebook er á íslensku. Einn vinsælasti leikur heims, Minecraft, er á íslensku. Þessi grein er skrifuð í Google Docs, með íslensku viðmóti og innbyggðri íslenskri stafsetningarorðabók. Vissulega má alltaf biðja um meira en staðreyndin er sú að staðan er einfaldlega miklu betri en hún var fyrir 20 árum. Flest vinnur með íslenskunni í heimi tölvunnar. Hún er rituð frá vinstri til hægri með latnesku letri og ekkert flóknari viðureignar en sænska eða þýska. Það er ekki erfitt eða dýrt að íslenska hugbúnað. Meðalapp inniheldur ekki fleiri orð en meðalkvikmynd. Fólk er margfalt líklegra til að kaupa vöru sem er á þeirra móðurmáli og þess vegna eru forrit þýdd. Einstaka flóknari verkefni mætti ráðast á með styrkjum úr samkeppnissjóðum. En það er engin ástæða til að panikkera. Íslenskan hefur það fínt.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun