Tónlistin talar við náttúrufegurðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina. „Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira