Tónlistin talar við náttúrufegurðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina. „Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira