Líður ekki dagur sem ég hugsa ekki um EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 06:30 Hlynur Bæringsson einbeittur á æfingunni í gær. vísir/Andri Marinó Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins