Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Snærós Sindradóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Staðarhaldarinn við Laxá í Kjós reyndi að telja bitin en gafst upp. Mynd/Aðsend „Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00
Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00