Haukur: Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira