Glanni glæpur með græna fingur Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Leikarinn Stefán Karl Stefánsson kann vel við sig í garðinum, þar sem hann ræktar alls kyns grænmeti. Hann er á leið í nám í ylrækt. vísir/andri marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“ Garðyrkja Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“
Garðyrkja Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“