Hágæða almenningssamgöngukerfi mun rísa 2040 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2015 08:15 Nýtt svæðisskipulag var undirritað af framkvæmdastjórum sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. vísir/andri marinó „Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
„Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira