Þjóðlögin lifa með okkur Magnús Guðmundsson skrifar 25. júní 2015 13:30 Gunnsteinn Ólafsson varði sumrunum á Siglufirði en er í dag listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar. „Ég er fæddur á Siglufirði en alinn upp í Kópavogi. En ég var alltaf á Siglufirði á sumrin þannig að ég er víst svokallaður sumaralningur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi og upphafsmaður Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. En hátíðin hefur vaxið og dafnað allt frá stofnun enda bráðskemmtileg viðbót við bæði tónlistar- og ferðaflóru Íslendinga. Gunnsteinn segir að upphaf hátíðarinnar megi í raun rekja allt aftur til þess þegar hann sneri heim úr sínu tónlistarnámi, en þá hafi hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður fyrir norðan. „Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hugmynd að koma á laggirnar bæði þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð. Bjarni Þorsteinsson bjó á Siglufirði og þar gaf hann út sitt þjóðlagasafn fyrir ríflega öld og því fannst mér að Siglfirðingum ætti að renna blóðið til skyldunnar með að sinna þessum mikilvæga arfi. Siglfirðingar tóku auðvitað undir það og komu svo aftur að máli við mig og fengu mig til verksins – svona hugmyndir rata þannig auðvitað aftur til upphafsins,“ segir Gunnsteinn og hlær. „En Þjóðlagasetrið er orðið að veruleika í Maðdömuhúsi, þar sem séra Bjarni var búsettur, og hátíðin dafnar. Auðvitað er alltaf ákveðinn barningur að fjármagna svona hátíðir. En það er gaman að segja frá því að tónlistarmenn sækjast eftir því að koma og taka þátt, þannig að það margt spennandi í boði. Að þessu sinni koma margir góðir gestir frá Norðurlöndunum og þar á meðal hópur tónlistarmanna sem ætlar að flytja tónlist frá tímum Ólafs helga Noregskonungs sem er mjög spennandi viðburður. Þá má ég til með að nefna bandaríska fiðlusnillinginn Jamie Laval og eins portúgölsku snillingana Joao Afonso og Filipe Raposo sem flytja ástar- og byltingarsöngva landa síns, Josés Afonso. Svo ætla þeir félagar í Hundur í óskilum að mæta með Lúðrasveitina Svaninn og flytja úrval af sínum vinsælustu lögum. En þetta er nú bara svona brot af því besta og erfitt að vera að gera upp á milli.“ Eitt það allra skemmtilegasta við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þar er boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið og öllum gefst tækifæri til að taka þátt. „Námskeiðin eru bæði fyrir hljóðfæraleikara og þá sem vilja koma og sækja sér fræðslu og skemmtan. Við reynum að virkja alla því þannig njótum við öll hátíðarinnar sem best. Það þarf nefnilega að sinna þjóðlagaarfinum til þess að hann haldi áfram að lifa með þjóðinni. Ég hvet fólk til þess að kynna sér vel hvað er í boði á vefsíðunni okkar folkmusik.is og koma svo og hafa gaman af þessu með okkur.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er fæddur á Siglufirði en alinn upp í Kópavogi. En ég var alltaf á Siglufirði á sumrin þannig að ég er víst svokallaður sumaralningur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi og upphafsmaður Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. En hátíðin hefur vaxið og dafnað allt frá stofnun enda bráðskemmtileg viðbót við bæði tónlistar- og ferðaflóru Íslendinga. Gunnsteinn segir að upphaf hátíðarinnar megi í raun rekja allt aftur til þess þegar hann sneri heim úr sínu tónlistarnámi, en þá hafi hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður fyrir norðan. „Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hugmynd að koma á laggirnar bæði þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð. Bjarni Þorsteinsson bjó á Siglufirði og þar gaf hann út sitt þjóðlagasafn fyrir ríflega öld og því fannst mér að Siglfirðingum ætti að renna blóðið til skyldunnar með að sinna þessum mikilvæga arfi. Siglfirðingar tóku auðvitað undir það og komu svo aftur að máli við mig og fengu mig til verksins – svona hugmyndir rata þannig auðvitað aftur til upphafsins,“ segir Gunnsteinn og hlær. „En Þjóðlagasetrið er orðið að veruleika í Maðdömuhúsi, þar sem séra Bjarni var búsettur, og hátíðin dafnar. Auðvitað er alltaf ákveðinn barningur að fjármagna svona hátíðir. En það er gaman að segja frá því að tónlistarmenn sækjast eftir því að koma og taka þátt, þannig að það margt spennandi í boði. Að þessu sinni koma margir góðir gestir frá Norðurlöndunum og þar á meðal hópur tónlistarmanna sem ætlar að flytja tónlist frá tímum Ólafs helga Noregskonungs sem er mjög spennandi viðburður. Þá má ég til með að nefna bandaríska fiðlusnillinginn Jamie Laval og eins portúgölsku snillingana Joao Afonso og Filipe Raposo sem flytja ástar- og byltingarsöngva landa síns, Josés Afonso. Svo ætla þeir félagar í Hundur í óskilum að mæta með Lúðrasveitina Svaninn og flytja úrval af sínum vinsælustu lögum. En þetta er nú bara svona brot af því besta og erfitt að vera að gera upp á milli.“ Eitt það allra skemmtilegasta við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þar er boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið og öllum gefst tækifæri til að taka þátt. „Námskeiðin eru bæði fyrir hljóðfæraleikara og þá sem vilja koma og sækja sér fræðslu og skemmtan. Við reynum að virkja alla því þannig njótum við öll hátíðarinnar sem best. Það þarf nefnilega að sinna þjóðlagaarfinum til þess að hann haldi áfram að lifa með þjóðinni. Ég hvet fólk til þess að kynna sér vel hvað er í boði á vefsíðunni okkar folkmusik.is og koma svo og hafa gaman af þessu með okkur.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira