Nýtt X, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. maí 2015 00:00 Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Gjaldeyrishöft Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun