Sautján pottaplöntur og eldhús með útsýni yfir Esjuna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2015 16:45 Uppáhaldsstaðurinn er rúmgott og bjart eldhúsið. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar. Garðyrkja Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar.
Garðyrkja Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira